Innlent

Kráareigendum varla treystandi fyrir afslætti

Óli Tynes skrifar
Híhí nú græði ég sjálfur...
Híhí nú græði ég sjálfur...
Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna segir að mikil hugarfarsbreyting þurfi að hafa orðið hjá veitingamönnum til þess að hann treysti þeim til þess að skila lækkun á verði á bjór og léttvíni til viðskiptavina sinna.

 

Félag kráareigenda hefur lagt til að þeir fái þessar veigar á sérkjörum til að geta boðið upp á þær á hagstæðu verði. Það muni meðal annars bæta vínmenningu og minnka álag hjá lögreglu, þar sem fólk færi fyrr út að skemmta sér og fyrr heim.

 

Jóhannes minnir á að um árið þegar virðisaukaskattur á mat lækkaði úr 14 prósentum niður í sjö var mjög vandlega fylgst með hvernig það skilaði sér til neytenda. Niðurstaðan var sú að lækkunin skilað sér mjög vel í verslunum, misjafnlega í sjoppum og mjög illa á veitingahúsum. Veitingamenn hirtu sjálfir ágóðann upp til hópa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×