Segir fulltrúa Íslands hafa andmælt tillögu gegn spillingu 12. ágúst 2011 18:45 Íslenskir embættismenn, í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lögðust gegn því að studd yrði óbreytt tillaga sem átti að sporna gegn spillingu á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta segir formaður umhverfisnefndar Alþingis. Formaður íslensku sendinefndarinnar vísar þessu á bug. Fulltrúar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins gengu út af fundi ráðsins í Jersey hinn 15 júlí sl. ásamt fulltrúum Noregs, Japans og ýmissa eyríkja til að koma í veg fyrir að fundurinn yrði ályktunarhæfur, en fulltrúar Argentínu og Brasilíu höfðu þá borið fram til atkvæða tillögu um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi. Meint spilling innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur lengi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Japanir eru sagðir kaupa fátækari þjóðir, eins og ýmis eyríki í Karíbahafi, til þátttöku í ráðinu og greiða fyrir þau þátttökugjöld og uppihald á fundum ráðsins. Þetta kom t.d rækilega fram í heimildarmyndinni The Cove. Meðal þess sem afgreiða átti á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins núna í júlí var tillaga Breta sem snerist að hluta til um að framlög ríkja til Alþjóðahvalveiðiráðsins væru rafræn og rekjanleg frá banka til banka, en þetta var sett fram undir þeim merkjum að slíkt myndi sporna gegn spillingu innan ráðsins og auka gagnsæi. Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu íslensku sendinefndarinnar þar sem hún hafi ekki viljað styðja tillöguna óbreytta. „Það kemur fram tillaga til þess að slá á spillingu í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Til þess að koma í veg fyrir það sérstaklega að Japanir kaupi til liðs við sig fátæk ríki og tillagan snýst um það að greiðslurnar verði gagnsæjar, frá banka til banka. Síðan kemur íslenska sendinefndin, eða formaður hennar, og gerir sérstaka athugasemd við þetta. Það er ákaflega undarlegt og ekki í samræmi við það siðferði í viðskiptum og stjórnmálum sem við viljum viðhafa hér á landi," segir Mörður. Mörður segir að bandalag Íslands við Norðmenn, Japani og ýmis eyríki hafi leitt íslensku nefndina út í þennan málflutning. „Að færa fram rök sem eru mjög hæpin, gegn tillögu sem átti að slá á spillingu sem við höfum gagnrýnt mjög harðlega," segir Mörður. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, sem fór fyrir íslensku nefndinni, vísar þessu á bug. Hann segir að Ísland hafi viljað sýna sveigjanleika því undir ákveðnum kringumstæðum geti ríki ekki greitt rafrænt, t.d þegar greiðslumiðlun liggi niðri. Tómas segir að íslenska nefndin hafi verið beðin um að mynda hóp ríkja til að leiða málið til lykta með samkomulagi. Hann segir að Ísland hafi síðan á endanum stutt samkomulag þar sem rafrænar greiðslur hafi verið gerðar að skilyrði fyrir þátttöku í Alþjóðahvalveiðiráðinu. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Íslenskir embættismenn, í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lögðust gegn því að studd yrði óbreytt tillaga sem átti að sporna gegn spillingu á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta segir formaður umhverfisnefndar Alþingis. Formaður íslensku sendinefndarinnar vísar þessu á bug. Fulltrúar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins gengu út af fundi ráðsins í Jersey hinn 15 júlí sl. ásamt fulltrúum Noregs, Japans og ýmissa eyríkja til að koma í veg fyrir að fundurinn yrði ályktunarhæfur, en fulltrúar Argentínu og Brasilíu höfðu þá borið fram til atkvæða tillögu um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi. Meint spilling innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur lengi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Japanir eru sagðir kaupa fátækari þjóðir, eins og ýmis eyríki í Karíbahafi, til þátttöku í ráðinu og greiða fyrir þau þátttökugjöld og uppihald á fundum ráðsins. Þetta kom t.d rækilega fram í heimildarmyndinni The Cove. Meðal þess sem afgreiða átti á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins núna í júlí var tillaga Breta sem snerist að hluta til um að framlög ríkja til Alþjóðahvalveiðiráðsins væru rafræn og rekjanleg frá banka til banka, en þetta var sett fram undir þeim merkjum að slíkt myndi sporna gegn spillingu innan ráðsins og auka gagnsæi. Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu íslensku sendinefndarinnar þar sem hún hafi ekki viljað styðja tillöguna óbreytta. „Það kemur fram tillaga til þess að slá á spillingu í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Til þess að koma í veg fyrir það sérstaklega að Japanir kaupi til liðs við sig fátæk ríki og tillagan snýst um það að greiðslurnar verði gagnsæjar, frá banka til banka. Síðan kemur íslenska sendinefndin, eða formaður hennar, og gerir sérstaka athugasemd við þetta. Það er ákaflega undarlegt og ekki í samræmi við það siðferði í viðskiptum og stjórnmálum sem við viljum viðhafa hér á landi," segir Mörður. Mörður segir að bandalag Íslands við Norðmenn, Japani og ýmis eyríki hafi leitt íslensku nefndina út í þennan málflutning. „Að færa fram rök sem eru mjög hæpin, gegn tillögu sem átti að slá á spillingu sem við höfum gagnrýnt mjög harðlega," segir Mörður. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, sem fór fyrir íslensku nefndinni, vísar þessu á bug. Hann segir að Ísland hafi viljað sýna sveigjanleika því undir ákveðnum kringumstæðum geti ríki ekki greitt rafrænt, t.d þegar greiðslumiðlun liggi niðri. Tómas segir að íslenska nefndin hafi verið beðin um að mynda hóp ríkja til að leiða málið til lykta með samkomulagi. Hann segir að Ísland hafi síðan á endanum stutt samkomulag þar sem rafrænar greiðslur hafi verið gerðar að skilyrði fyrir þátttöku í Alþjóðahvalveiðiráðinu. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira