Innlent

Enn hætta á verkfalli

Haraldur Freyr Gíslason
Haraldur Freyr Gíslason Mynd/365
Enn er hætta á verkfalli meðal leikskólakennara mánudaginn 22. ágúst næstkomandi. Fulltrúar leikskólakennara og sveitarfélaga funduðu síðdegis í dag í húsnæði ríkissáttasemjara.

Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir fundinn hafa gengið vel og búið sé að ganga frá flestum málum varðandi kjarasamninginn.

Enn sé þó stærsta deilumálið óleyst sem er krafa leikskólakennara um ellefu prósenta leiðréttingu á launum. Næsti fundur í deilunni er boðaður á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×