Innlent

Rútan komin upp á þurrt land

Svona var umhorfs við Blautulón í dag þegar um helmingur rútunnar var kominn upp úr vatninu.
Svona var umhorfs við Blautulón í dag þegar um helmingur rútunnar var kominn upp úr vatninu. Mynd/Lögreglan á Hvolsvelli
Vel gekk að ná tékknesku rútunni upp úr Blautulónum í dag og komst hún loks á þurrt land um hálf þrjúleytið að sögn varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli, sem fylgdist með aðgerðunum.

Skurðgrafa var notuð við vinnuna í dag til viðbótar við loftpúða sem festir höfðu verið við rútuna í gærkvöld.

Stuðari rútunnar brotnaði við átakið þegar um það bil helmingur hennar var kominn upp úr vatninu og olli það einhverjum töfum, en annars gekk vinnan vel að sögn varðstjórans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×