Þóra ætlar að breyta áherslum á Nýju lífi Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. ágúst 2011 19:50 Þóra Tómasdóttir var ráðin ritstjóri Nýs lífs í dag. Mynd/ Anton. „Ég er mjög spennt fyrir því að taka við þessu, segir Þóra Tómasdóttir fjölmiðlamaður. Hún var í dag ráðin ritstjóri Nýs lifs. Þóra segir að aðdragandinn að ráðningu hennar hafi verið skammur. Hún býst við að einhverjar breytingar verði gerðar á ritstjórnarstefnunni. En ekki liggi fyrir hverjar þær verða. „Ég ætla bara að sjá til hverjir verða með mér að skrifa þetta blað. Þetta er allt svo nýtt að ég veit ekkert hvernig blaðið verður en það verður ekkert bara eftir mínu höfði. Það verða fleiri sem taka þær ákvarðanir," segir Þóra. Þóra hefur vakið athygli sem dagskrárgerðarkonu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og sem blaðamaður hjá Fréttatímanum, sem er að mörgu leyti ólíkt tímaritinu Nýju lífi. „Þetta er blað með aðeins annan markhóp heldur en ég er vön að skrifa í fyrir Fréttatímann. Þetta er kvennablað, þó það séu karlmenn sem lesa það líka. Þetta blað hefur alltaf verið að flíka flottum konum og ég held áfram að gera það þó það verði kannski breyttar áherslur," segir Þóra. Þóra segist ekki vita hvenær fyrsta blaðið sem hún ritstýrir kemur út. „Ég er bara ennþá í sumarfríi frá Fréttatímanum og ég þarf bara aðeins að tékka á statusnum," segir Þóra þegar hún er spurð út í málið. Tengdar fréttir Þóra Tómasdóttir tekur við Nýju lífi Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður í Kastljósi og blaðamaður á Fréttatímanum, var ráðin ritstjóri tímaritsins Nýs lífs í dag. Hún tekur við af Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Kolbrúnu var sagt upp störfum. Fleiri breytingar hafa orðið hjá útgáfufélaginu Birtingi, því Ragnheiður Kristjónsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt sagði upp störfum í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 9. ágúst 2011 17:44 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir því að taka við þessu, segir Þóra Tómasdóttir fjölmiðlamaður. Hún var í dag ráðin ritstjóri Nýs lifs. Þóra segir að aðdragandinn að ráðningu hennar hafi verið skammur. Hún býst við að einhverjar breytingar verði gerðar á ritstjórnarstefnunni. En ekki liggi fyrir hverjar þær verða. „Ég ætla bara að sjá til hverjir verða með mér að skrifa þetta blað. Þetta er allt svo nýtt að ég veit ekkert hvernig blaðið verður en það verður ekkert bara eftir mínu höfði. Það verða fleiri sem taka þær ákvarðanir," segir Þóra. Þóra hefur vakið athygli sem dagskrárgerðarkonu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og sem blaðamaður hjá Fréttatímanum, sem er að mörgu leyti ólíkt tímaritinu Nýju lífi. „Þetta er blað með aðeins annan markhóp heldur en ég er vön að skrifa í fyrir Fréttatímann. Þetta er kvennablað, þó það séu karlmenn sem lesa það líka. Þetta blað hefur alltaf verið að flíka flottum konum og ég held áfram að gera það þó það verði kannski breyttar áherslur," segir Þóra. Þóra segist ekki vita hvenær fyrsta blaðið sem hún ritstýrir kemur út. „Ég er bara ennþá í sumarfríi frá Fréttatímanum og ég þarf bara aðeins að tékka á statusnum," segir Þóra þegar hún er spurð út í málið.
Tengdar fréttir Þóra Tómasdóttir tekur við Nýju lífi Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður í Kastljósi og blaðamaður á Fréttatímanum, var ráðin ritstjóri tímaritsins Nýs lífs í dag. Hún tekur við af Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Kolbrúnu var sagt upp störfum. Fleiri breytingar hafa orðið hjá útgáfufélaginu Birtingi, því Ragnheiður Kristjónsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt sagði upp störfum í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 9. ágúst 2011 17:44 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Þóra Tómasdóttir tekur við Nýju lífi Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður í Kastljósi og blaðamaður á Fréttatímanum, var ráðin ritstjóri tímaritsins Nýs lífs í dag. Hún tekur við af Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur. Kolbrúnu var sagt upp störfum. Fleiri breytingar hafa orðið hjá útgáfufélaginu Birtingi, því Ragnheiður Kristjónsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt sagði upp störfum í dag, samkvæmt heimildum Vísis. 9. ágúst 2011 17:44