Segir sveitarfélög fjármagna kjarasamninga með uppsögnum 31. júlí 2011 11:13 Halldór Hallórsson. Mynd/GVA „Sveitarstjórnarmenn hafa sagt við mig eftir þessa samninga, sem við höfum auðvitað orðið að gera því getum illa skorið okkur frá ríki og almennum markaði, er á þessa leið - þetta fjármögnum við með því að segja upp fólki,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sigurjón M. Egilsson ræddi við Halldór og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í útvarpsþætti sínum á Bylgjunni í dag um kjarasamninga og horfur í efnahagsmálum. Halldór sagðist alltaf hafa haft miklar efasemdir um kjarasamningana og aukin útgjöld fyrir sveitarfélögin. Hann hafi ekki haft trú á efnahagsforsendum sem höfð voru til hliðsjónar þegar samningarnir voru gerðir. Það sé að koma á daginn núna að samningarnir muni reynast sveitarfélögunum erfiðir. Eftir langa samningarimmu náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði í byrjun maí. Þá spáðu sérfræðingar að verðbólga myndi aukast. Gylfi sagði ekki við kjarasamningana að sakast. Réttast væri að beina athyglinni að Seðlabankanum og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Auðvitað vissum við að 4% launahækkun myndi hafa áhrif á verðlag en laun í landinu eru ekki nema 35% af verðlagningu. Restin er gengi og annar kostnaður. Þannig að það er ekki hægt að skýra 5% verðbólgu með 4% launahækkun. Það gengur bara ekki upp.“ Halldór tók undir með Gylfa og sagði verðbólguna sem slíka ekki skýrða með launahækkunum. Um leið þyrfti að hafa í huga að kaupmátturinn skipti mestu og að fólk fái sem mest fyrir launin. Gylfi benti á að krónan hefði fallið og haldið áfram að veikjast undanfarna mánuði. „Veiking krónunnar endurspeglar mat bæði markaðarins og umhverfisins á efnahagsþróuninni. Við erum með krónuna í höftum og þrátt fyrir það veikist hún." Þá sagði Gylfi Íslendinga þurfa að hugsa lengra og fá annan gjaldmiðil í stað krónunnar sem reglulega hafi kaupið og eiginirnar af fólki. Íslendingar þurfi einfaldlega stærri gjaldmiðil sem þoli meira álag. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Sveitarstjórnarmenn hafa sagt við mig eftir þessa samninga, sem við höfum auðvitað orðið að gera því getum illa skorið okkur frá ríki og almennum markaði, er á þessa leið - þetta fjármögnum við með því að segja upp fólki,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sigurjón M. Egilsson ræddi við Halldór og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í útvarpsþætti sínum á Bylgjunni í dag um kjarasamninga og horfur í efnahagsmálum. Halldór sagðist alltaf hafa haft miklar efasemdir um kjarasamningana og aukin útgjöld fyrir sveitarfélögin. Hann hafi ekki haft trú á efnahagsforsendum sem höfð voru til hliðsjónar þegar samningarnir voru gerðir. Það sé að koma á daginn núna að samningarnir muni reynast sveitarfélögunum erfiðir. Eftir langa samningarimmu náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði í byrjun maí. Þá spáðu sérfræðingar að verðbólga myndi aukast. Gylfi sagði ekki við kjarasamningana að sakast. Réttast væri að beina athyglinni að Seðlabankanum og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Auðvitað vissum við að 4% launahækkun myndi hafa áhrif á verðlag en laun í landinu eru ekki nema 35% af verðlagningu. Restin er gengi og annar kostnaður. Þannig að það er ekki hægt að skýra 5% verðbólgu með 4% launahækkun. Það gengur bara ekki upp.“ Halldór tók undir með Gylfa og sagði verðbólguna sem slíka ekki skýrða með launahækkunum. Um leið þyrfti að hafa í huga að kaupmátturinn skipti mestu og að fólk fái sem mest fyrir launin. Gylfi benti á að krónan hefði fallið og haldið áfram að veikjast undanfarna mánuði. „Veiking krónunnar endurspeglar mat bæði markaðarins og umhverfisins á efnahagsþróuninni. Við erum með krónuna í höftum og þrátt fyrir það veikist hún." Þá sagði Gylfi Íslendinga þurfa að hugsa lengra og fá annan gjaldmiðil í stað krónunnar sem reglulega hafi kaupið og eiginirnar af fólki. Íslendingar þurfi einfaldlega stærri gjaldmiðil sem þoli meira álag.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira