Innlent

Beita refsiaðgerðum gegn Íslendingum vegna hvalveiða

mynd/getty
Bandaríkjastjórn hyggst lýsa yfir refsiaðgerðum gegn Íslendingum vegna hvalveiða síðar í dag. Um er að ræða þingunarúrræði sem beitt verður gegn þjóðum sem stunda hvalveiðar. Það er alþjóðlega fréttastofan AP sem greinir frá þessu.

Stutt er síðan að fulltrúar Íslands, Japans og Noregs gengu út af fundi með öðrum fulltrúum í Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Fjölmörg náttúruverndarsamtök hafa hvatt stjórnvöld í Bandaríkjunum til að grípa til aðgerða gegn Íslendingum og öðrum hvalveiðiþjóðum. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur 60 daga til að beita efnahags- og pólitískum refsiaðgerðum eftir að heimildin er veitt, að því er fram kemur í frétt AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×