Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. júlí 2011 12:17 Hvalur. Mynd/ AFP. Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira