Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. júlí 2011 12:17 Hvalur. Mynd/ AFP. Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira