Erlent

Bítlamyndir seldust á 40 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bítlarnir.
Bítlarnir.
Gamlar, svarthvítar myndir af Bítlunum seldust í gær á því sem nemur 42 milljónum króna. Ljósmyndarinn sem tók myndirnar heitir Mike Mitchell, en hann tók þær í fyrstu heimsókn hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna árið 1964. Hann óraði ekki fyrir því að myndirnar 50 væru einhvers virði. En góður vinur hans hvatti hann til að selja þær á uppboði og uppboðshúsið Christie's áttaði sig líka á verðmætunum. Christie's mat þær á að minnsta kosti tíu milljónir króna en þegar yfir lauk höfðu þær selst á um 42 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×