Erlent

Froðukastari Murdoch sakfelldur

Jonathan May-Bowles varð heimsþekktur þegar hann veittist að fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch og fleygði á hann raksápuböku.
Jonathan May-Bowles varð heimsþekktur þegar hann veittist að fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch og fleygði á hann raksápuböku. Mynd/afp
Jonathan May-Bowles, sem varð heimsþekktur þegar hann kastaði raksápuböku á fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch þann 20 júlí síðastliðinn, var í dag sakfelldur fyrir líkamsárás og áreiti vegna atviksins.

Hinn 26 ára gamli May-Bowles játaði sök í málinu, en hann veittist að Murdoch og fleygði á hann rakfroðubökunni þar sem fjölmiðlakóngurinn sat fyrir svörum hjá breskri þingnefnd vegna hlerunarmálsins sem varð vikublaðinu News of the World að falli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×