Erlent

Á annan tug námumanna fórst

Mynd/AP
18 verkmenn létust í tveimur námuslysum í Úkraínu í dag og þá er 20 enn saknað. Gassprenging dró 17 til dauða í héraðinu Lugansk í austurhluta landsins og þá lést verkamaður þegar lyftubúnaður í göngum í námu þar skammt frá hrundi. Þar er 5 saknað.

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, sem hefur verið í fríi undanfarna daga hélt þegar í stað til Lugansk-héraðs þegar greint var frá slysunum. Námuslys eru algeng í Úkraínu og er slæmum útbúnaði gjarnan kennt um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×