Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Japan

Frá Japan
Frá Japan Mynd úr safni
Öflugur jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Japan í nótt. Engar fréttir hafa borist af mann- eða eignatjóni.

Jarðskjálftinn, sem mældist 7,1 stig á Ricther, reið yfir um eittleytið í nótt að íslenskum tíma á svipuðum slóðum og skjálftinn sem varð þar í landi í marsmánuði. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í kjölfarið, en hún náði meðal annars til héraðanna Iwate, Miyagi og Fukushima. Henni hefur nú verið aflétt en lítil flóðbylgja, sem mældist tíu til tuttugu sentímetrar, skall á Kyrrahafsströnd landsins í morgun.

Samkvæmt japanska fréttamiðlinum Kyodo hafa engar fregnir borist af mannsláti eða tjóni. Þarlend yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atburðanna þar sem fram kemur að kjarnorkuverið í Fukushima hafi ekki orðið fyrir skemmdum.

Skjálftinn átti upptök sín um tvöhundruð kílómetra austur af Sendai, höfuðborg Miyagi-héraðs á Norður-Honshu-eyju og fannst víða, þar á meðal í Tókýó, höfuðborg landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×