Erlent

Bin-Laden vildi gera afmælisárás

Óli Tynes skrifar
Osama bin-Laden
Osama bin-Laden
Þegar Osama bin-Laden var ráðinn af dögum átti hann í viðræðum við aðgerðastjóra sinn um enn eina árás á Bandaríkin. Árásina átti að gera hinn 11. september næstkomandi á tíu ára afmæli árásanna á New York.

Bandaríska blaðið Wall Street Journal segir að vísbendingar um þetta hafi fundist í felustað bin-Ladens í Pakistan. Meðal annars fundust þar samskipti leiðtogans og Attiyah Abd al-Rahman aðgerðastjóra. Ljóst var að þeir voru ekki sammála um hvernig staðið skyldi að árásinni. Bin-Laden hafnar þar mörgum nöfnum sem al-Rahman stingur uppá. Óljóst er hvort undirbúningur undir árásina komst á lokastig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×