Innlent

Báturinn lítið skemmdur - dreginn á flot í kvöld

Faxi RE sjóstangaveiði kom fyrst á vettvang og það var farþegi um borð í bátnum sem tók myndina.
Faxi RE sjóstangaveiði kom fyrst á vettvang og það var farþegi um borð í bátnum sem tók myndina. Mynd/Magnús Daníelsson
Þrír fullorðnir farþegar, þrjú börn og tveir menn í áhöfn sluppu án meiðsla þegar að skemmtibáturinn Kristína strandaði við Lundey í Kollafirði um klukkan ellefu í morgun.

Báturinn hallaði mikið og því var ákveðið að setja út björgunarbát.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er báturinn ekki mikið skemmdur - aðeins nokkrar rispur. Björgunarsveitir frá Kópavogi, Reykjavík og Kjalarnesi voru komnar á vettvang rétt fyrir klukkan tólf og björguðu fólkinu úr björgunarbátnum.

Báturinn verður dreginn á flot um kvöldmatarleytið í kvöld þegar að flóð verður í hámarki en þangað til vaktar björgunarskip Landsbjargar bátinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×