Héldu að Vatnsberinn væri dottinn í það 2. júlí 2011 16:10 Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar Mynd/GVA „Ef þú strýkur og átt svona mikla hagsmuni undir, þá hlýtur eitthvað að vera komið í mikið ójafnvægi," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um hvers vegna fanga var lýst sem hættulegum í tilkynningu en er án eftirlits á meðferðarheimili og á hjartadeild Landspítalans. Þór Óliver Gunnlaugsson, sem afplánar dóm fyrir morð og lögregla lýsti eftir í gær, var ekki í fylgd lögreglumanna eða fangavarða þar sem hann var í læknismeðferð á Landsspíltanum og þá er hann ekki undir eftirliti á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti. Í tilkynningu í gær sagði að Þór væri hættulegur. Páll segir að Þór hafi ekki verið metinn hættulegur síðustu ár en hann hefur verið í fangelsi samtals í ellefu ár og átti að losna út eftir tvo til þrjá mánuði. „En þegar að menn sem kjósa að strjúka, tala nú ekki um svona rétt áður en afplánun lýkur, þá hlýtur eitthvað að vera að - menn hljóta að vera dottnir í það eða eitthvað þess háttar," segir Páll. „Þá er allt tekið, þá segjum við að hann sé hættulegur. Venjulega þegar menn strjúka af meðferðarheimilum og einhverjir svona minni spámenn, skulum við segja, þá látum við bara lögregluna vita og hún leitar að viðkomandi í rólegheitunum en þarna var bara ákvörðun tekin: Við tilkynnum lögreglunni þetta, gefum út handtökubeiðni og látum fjölmiðla strax vita," segir hann. „Þetta er frá okkur komið, við segjum að hann sé hættulegur því hann strýkur þrátt fyrir að hann hafi hegðað sér vel og engar líkur eru á að hann sé öðrum hættulegur, þetta er bara svona maður og þá gerum við þetta svona," segir Páll en Þór var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 1999. Þór átti að ljúka afplánun eftir nokkra mánuði en Páll segir að hann sé ekki talinn vera hættulegur. „En eins og gengur og gerist ef að menn detta í það þá geta þeir verið mjög hættulegir. Hann er búinn að vera á þessu meðferðarheimili í einhvern tíma og þar áður í opnu fangelsi," segir Páll. Þór var ekki eftirlýstur lengi því hann skilaði sér á meðferðarheimilið nokkrum mínútum eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. „Svo er það hvort að þetta sé eiginlegt strok því hann pantar sér leigubíl og fer aftur upp á meðferðarheimilið,“ segir hann. Tengdar fréttir Vatnsberinn fannst á meðferðarheimili Þór Óliver Gunnlaugsson, hættulegur strokufangi, sem lýst var eftir fyrr í dag er fundinn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu fannst Þór í Hlaðgerðarkoti sem er meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga. Hann verður fluttur í fangelsið á Skólavörðustíg og væntanlega í framhaldinu á Litla-Hraun. 1. júlí 2011 17:55 Vatnsberinn var á spítala þegar hann strauk Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver og oft er kallaður Vatnsberinn, og lýst er eftir á að baki langan sakaferil eða allt frá árinu 1979. Hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík. 1. júlí 2011 17:23 Vatnsberinn var ekki í fylgd lögreglu á spítalanum Þór Óliver Gunnlaugsson, sem afplánar dóm fyrir morð og lögregla lýsti eftir í dag, var ekki í fylgd lögreglumanna eða fangavarða þar sem hann var í læknismeðferð á Landspítalanum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að Þór væri hættulegur. Tæpum tveimur tímum eftir að Þór yfirgaf spítlann lét hann vita af sér. Undanfarna daga hefur Þór dvalið á meðferðarheimlinu Hlaðgerðarkoti en til stóð að honum yrði sleppt úr fangelsi í haust. 1. júlí 2011 20:20 Lögreglan lýsir eftir hættulegum strokufanga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Þór Óliver Gunnlaugssyni, (áður Þórhallur Ölver Gunnlaugsson). Þórhallur var á höfuðborgarsvæðinu þegar hann strauk að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var klæddur í bláar gallabuxur og var í bláum stuttermabol. Hann er talinn vera hættulegur og afplánar 16 ára fangelsi. 1. júlí 2011 17:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Ef þú strýkur og átt svona mikla hagsmuni undir, þá hlýtur eitthvað að vera komið í mikið ójafnvægi," segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um hvers vegna fanga var lýst sem hættulegum í tilkynningu en er án eftirlits á meðferðarheimili og á hjartadeild Landspítalans. Þór Óliver Gunnlaugsson, sem afplánar dóm fyrir morð og lögregla lýsti eftir í gær, var ekki í fylgd lögreglumanna eða fangavarða þar sem hann var í læknismeðferð á Landsspíltanum og þá er hann ekki undir eftirliti á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti. Í tilkynningu í gær sagði að Þór væri hættulegur. Páll segir að Þór hafi ekki verið metinn hættulegur síðustu ár en hann hefur verið í fangelsi samtals í ellefu ár og átti að losna út eftir tvo til þrjá mánuði. „En þegar að menn sem kjósa að strjúka, tala nú ekki um svona rétt áður en afplánun lýkur, þá hlýtur eitthvað að vera að - menn hljóta að vera dottnir í það eða eitthvað þess háttar," segir Páll. „Þá er allt tekið, þá segjum við að hann sé hættulegur. Venjulega þegar menn strjúka af meðferðarheimilum og einhverjir svona minni spámenn, skulum við segja, þá látum við bara lögregluna vita og hún leitar að viðkomandi í rólegheitunum en þarna var bara ákvörðun tekin: Við tilkynnum lögreglunni þetta, gefum út handtökubeiðni og látum fjölmiðla strax vita," segir hann. „Þetta er frá okkur komið, við segjum að hann sé hættulegur því hann strýkur þrátt fyrir að hann hafi hegðað sér vel og engar líkur eru á að hann sé öðrum hættulegur, þetta er bara svona maður og þá gerum við þetta svona," segir Páll en Þór var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 1999. Þór átti að ljúka afplánun eftir nokkra mánuði en Páll segir að hann sé ekki talinn vera hættulegur. „En eins og gengur og gerist ef að menn detta í það þá geta þeir verið mjög hættulegir. Hann er búinn að vera á þessu meðferðarheimili í einhvern tíma og þar áður í opnu fangelsi," segir Páll. Þór var ekki eftirlýstur lengi því hann skilaði sér á meðferðarheimilið nokkrum mínútum eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. „Svo er það hvort að þetta sé eiginlegt strok því hann pantar sér leigubíl og fer aftur upp á meðferðarheimilið,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vatnsberinn fannst á meðferðarheimili Þór Óliver Gunnlaugsson, hættulegur strokufangi, sem lýst var eftir fyrr í dag er fundinn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu fannst Þór í Hlaðgerðarkoti sem er meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga. Hann verður fluttur í fangelsið á Skólavörðustíg og væntanlega í framhaldinu á Litla-Hraun. 1. júlí 2011 17:55 Vatnsberinn var á spítala þegar hann strauk Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver og oft er kallaður Vatnsberinn, og lýst er eftir á að baki langan sakaferil eða allt frá árinu 1979. Hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík. 1. júlí 2011 17:23 Vatnsberinn var ekki í fylgd lögreglu á spítalanum Þór Óliver Gunnlaugsson, sem afplánar dóm fyrir morð og lögregla lýsti eftir í dag, var ekki í fylgd lögreglumanna eða fangavarða þar sem hann var í læknismeðferð á Landspítalanum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að Þór væri hættulegur. Tæpum tveimur tímum eftir að Þór yfirgaf spítlann lét hann vita af sér. Undanfarna daga hefur Þór dvalið á meðferðarheimlinu Hlaðgerðarkoti en til stóð að honum yrði sleppt úr fangelsi í haust. 1. júlí 2011 20:20 Lögreglan lýsir eftir hættulegum strokufanga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Þór Óliver Gunnlaugssyni, (áður Þórhallur Ölver Gunnlaugsson). Þórhallur var á höfuðborgarsvæðinu þegar hann strauk að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var klæddur í bláar gallabuxur og var í bláum stuttermabol. Hann er talinn vera hættulegur og afplánar 16 ára fangelsi. 1. júlí 2011 17:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Vatnsberinn fannst á meðferðarheimili Þór Óliver Gunnlaugsson, hættulegur strokufangi, sem lýst var eftir fyrr í dag er fundinn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu fannst Þór í Hlaðgerðarkoti sem er meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga. Hann verður fluttur í fangelsið á Skólavörðustíg og væntanlega í framhaldinu á Litla-Hraun. 1. júlí 2011 17:55
Vatnsberinn var á spítala þegar hann strauk Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver og oft er kallaður Vatnsberinn, og lýst er eftir á að baki langan sakaferil eða allt frá árinu 1979. Hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík. 1. júlí 2011 17:23
Vatnsberinn var ekki í fylgd lögreglu á spítalanum Þór Óliver Gunnlaugsson, sem afplánar dóm fyrir morð og lögregla lýsti eftir í dag, var ekki í fylgd lögreglumanna eða fangavarða þar sem hann var í læknismeðferð á Landspítalanum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að Þór væri hættulegur. Tæpum tveimur tímum eftir að Þór yfirgaf spítlann lét hann vita af sér. Undanfarna daga hefur Þór dvalið á meðferðarheimlinu Hlaðgerðarkoti en til stóð að honum yrði sleppt úr fangelsi í haust. 1. júlí 2011 20:20
Lögreglan lýsir eftir hættulegum strokufanga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Þór Óliver Gunnlaugssyni, (áður Þórhallur Ölver Gunnlaugsson). Þórhallur var á höfuðborgarsvæðinu þegar hann strauk að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var klæddur í bláar gallabuxur og var í bláum stuttermabol. Hann er talinn vera hættulegur og afplánar 16 ára fangelsi. 1. júlí 2011 17:00