Innlent

Breytir litlu fyrir þingflokk VG

Þuríður Backman, þingflokksformaður VG
Þuríður Backman, þingflokksformaður VG Mynd/Anton
„Þetta breytir í sjálfu sér ekki miklu fyrir okkur sem þingflokk því hann greiddi auðvitað atkvæði með vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina," segir Þuríður Backman, þingflokksformaður VG, aðspurð um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn.

Ásmundur var kjörinn á þing fyrir Vinstri græna í kosningunum 2009, en hann gekk úr flokknum í apríl. Skömmu áður höfðu Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sagt skilið við þingflokk VG. Þau eru þó enn skráð í flokkinn.

Þuríður segir að það hafi verið vonbrigði þegar þremenningarnir gengu úr þingflokki VG. Hún hafi þó lítið að segja um þá ákvörðun Ásmundar að skrá sig í Framsóknarflokkinn.

„Það verða allir að finna sinn takt og farveg fyrir sínar pólitísku áherslur. Það er ljóst að eftir þann tíma sem hann hefur verið utan flokka finnur Ásmundur þarna farveg fyrir sínar pólitískar skoðanir. Það eru þá trúlega aðrar áherslur en hann fór fram með undir okkar nafni í síðustu kosningum."


Tengdar fréttir

Ásmundur Einar genginn í Framsókn

Ásmundur Einar Daðason þingmaður hefur gengið til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Tíminn.

Vigdís himinlifandi yfir ákvörðun Ásmundar Einars

"Ég er himinlifandi yfir þessum tíðindum,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. "Það er alltaf gaman þegar þingflokkurinn stækkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks framsóknarmanna.

Atli Gíslason: Úrsögn Ásmundar kemur ekki á óvart

"Þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að þetta var í pípunum," segir Atli Gíslason, en hann sagði sig úr þingflokki VG ásamt Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni í mars síðastliðnum. Ásmundur tilkynnti í dag að hann væri genginn í Framsóknarflokkinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×