HIV smitaðra sprautufíkla leitað SB skrifar 5. júní 2011 18:30 Már Kristjánsson. Fjórir HIV smitaðir fíklar ganga lausir og gætu smitað aðra finnist þeir ekki í tæka tíð. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir algengt að spítalinn þurfi aðstoð lögreglu til að hafa upp á HIV smituðum fíklum. Á síðasta ári greindust níu sprautufíklar með HIV veiruna, sem var met, en í ár er fjöldi staðfestra tilvika meðal sprautufíkla nú þegar komin upp í tíu og talið er næsta víst að þrjár til fjórar manneskjur til viðbótar hafi smitast á síðustu tveimur vikum. Í einu af þessum fjórum tilvikum hafði sprautufíkill deilt sprautunálum með sex öðrum einstaklingum. Tveir úr hópnum reyndust HIV jákvæðir en óvíst er með hina fjóra, spítalinn telur miklar líkur á að þeir séu smitaðir og ómeðvitaðir um hættuna sem af þeim stafar. „Það er oft þannig að fólk sem deilir nálum veit ekki nafnið á einstaklinginum sem það sprautar sig með í það og það skipti," segir Már og bætir við: „síðan liggur sú kvöð á okkur að rekja smitið því fólk smitast jú frá öðrum einstaklingi. Það getur verið mjög umhendis að gera það, í ljósi þess hver staða fólksins er í samfélaginu. Þetta er óreglufólk." Aukin ásókn ungmenna í Rítalín og annað læknadóp virðist haldast í hendur við fjölgun HIV smita á landinu. Sprautufíklarnir eru í sérstökum áhættuhópi, algengt er að fíklarnir deili sprautum auk þess sem algengt er að stúlkur í neyslu selji líkama sinn, sem eykur hættuna á að HIV smitið dreifi sér enn fremur. Smitsjúkdómadeild Landspítalans hefur þurft að leita aðstoðar lögreglunnar við að sækja fíkla í dópgreni til að framkvæma HIV próf. Már segir það nöturlega staðreynd og því miður koma alltof oft fyrir. Ef fram heldur sem horfir gætu hátt í þrjátíu sprautufíklar greinst HIV jákvæðir á árinu. Viðmælendur fréttastofu tala um sprengingu og ekki sé langt þar til dauðsföllum vegna alnæmis muni fjölga. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Fjórir HIV smitaðir fíklar ganga lausir og gætu smitað aðra finnist þeir ekki í tæka tíð. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir algengt að spítalinn þurfi aðstoð lögreglu til að hafa upp á HIV smituðum fíklum. Á síðasta ári greindust níu sprautufíklar með HIV veiruna, sem var met, en í ár er fjöldi staðfestra tilvika meðal sprautufíkla nú þegar komin upp í tíu og talið er næsta víst að þrjár til fjórar manneskjur til viðbótar hafi smitast á síðustu tveimur vikum. Í einu af þessum fjórum tilvikum hafði sprautufíkill deilt sprautunálum með sex öðrum einstaklingum. Tveir úr hópnum reyndust HIV jákvæðir en óvíst er með hina fjóra, spítalinn telur miklar líkur á að þeir séu smitaðir og ómeðvitaðir um hættuna sem af þeim stafar. „Það er oft þannig að fólk sem deilir nálum veit ekki nafnið á einstaklinginum sem það sprautar sig með í það og það skipti," segir Már og bætir við: „síðan liggur sú kvöð á okkur að rekja smitið því fólk smitast jú frá öðrum einstaklingi. Það getur verið mjög umhendis að gera það, í ljósi þess hver staða fólksins er í samfélaginu. Þetta er óreglufólk." Aukin ásókn ungmenna í Rítalín og annað læknadóp virðist haldast í hendur við fjölgun HIV smita á landinu. Sprautufíklarnir eru í sérstökum áhættuhópi, algengt er að fíklarnir deili sprautum auk þess sem algengt er að stúlkur í neyslu selji líkama sinn, sem eykur hættuna á að HIV smitið dreifi sér enn fremur. Smitsjúkdómadeild Landspítalans hefur þurft að leita aðstoðar lögreglunnar við að sækja fíkla í dópgreni til að framkvæma HIV próf. Már segir það nöturlega staðreynd og því miður koma alltof oft fyrir. Ef fram heldur sem horfir gætu hátt í þrjátíu sprautufíklar greinst HIV jákvæðir á árinu. Viðmælendur fréttastofu tala um sprengingu og ekki sé langt þar til dauðsföllum vegna alnæmis muni fjölga.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira