Innlent

Slapp naumlega þegar bíllinn fór í sjóinn

Karlmaður á miðjum aldri slapp naumlega út úr bíl sínum, sem rann fram af bryggju við kaffivagninn á Grandagarði á örðum tímanum í nótt og sökk til botns. Vitni kallaði á björgunarlið og hélt maðurinn sér við bryggjuna, í sjónum, þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang.

Hann var þegar fluttur, blautur og hrakinn, á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar, þar sem hann dvaldi í nótt, en er á góðri bataleið. Kafarar frá Ríkislögreglustjóra komu böndum á bílinn, sem var hífður upp á bryggjuna í nótt. Ekki er vitað um tildrög þess að svona fór.


Tengdar fréttir

Unnið að því að ná bílnum úr höfninni

Enn er unnið að því að ná bíl upp úr Reykjavíkurhöfn sem ekið var í höfnina fyrir klukkan tvö í nótt. Einn úr bílnum var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en Vísir hefur ekki upplýsingar um það hvort hann sé alvarlega slasaður. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var kallað á staðinn, auk kafara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×