Sumarstarf Árbæjarsafns hefst á morgun 31. maí 2011 10:07 Mynd: Árbæjarsafn Sumarstarf Árbæjarsafns hefst að venju 1. júní og verður safnið opið gestum og gangandi alla daga í júní, júlí og ágúst frá klukkan 10 til 17. Á sunnudögum í sumar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem fyrr. Má þar nefna fasta liði eins og handverksdag Heimilisiðnaðarfélagsins, sem verður næsta sunnudag, heyannir, fornbíladaginn, harmonikkuhátíð, búningadag barna, skákmót og haustmarkað safnsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árbæjarsafni. Af öðrum viðburðum má nefna Jónsmessugleði Árbæjarsafn og Félags eldri borgara og hina árlegu Jónsmessugöngu um Elliðaárdalinn. Þá verður boðið upp á sérstaka dagskrá sunnudaginn 19. júní, um sögu kvenna í Reykjavík á 19. öld, sem ber yfirskriftina Maddama, kerling, fröken, frú. Nokkrar nýjar sýningar verða opnaðar á safninu í sumar, má þar til að mynda nefna sýningu á heimagerðum barnaföt og sýning um vagnasmíði í Reykjavík á 20. öld. Í Listmunahorni munu fjórir listamenn sýna verk sín. Að venju verður starfsfólk safnsins búið klæðum sem tíðkuðust á síðari hluta 19. aldar. Á sunnudögum verða steiktar lummur í Árbæ og á laugardögum verður teymt undir börnum. Í Dillonshúsi verður heitt á könnunni og í Krambúðinni verður hægt að versla „gamaldags" varning. Fyrir börnin verður margt að sjá og hin sívinsæla leikfangasýning „Komdu að leika" verður á sínum stað. Það er næsta víst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni í sumar. Í tilefni þessa hefur heimasíða safnsins verið uppfærð og endurnýjuð og þar má finna frekari upplýsingar um starf og viðburði á vegum Minjasafns Reykjavíkur. Vefslóðin er www.minjasafnreykjavikur.is. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Sumarstarf Árbæjarsafns hefst að venju 1. júní og verður safnið opið gestum og gangandi alla daga í júní, júlí og ágúst frá klukkan 10 til 17. Á sunnudögum í sumar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem fyrr. Má þar nefna fasta liði eins og handverksdag Heimilisiðnaðarfélagsins, sem verður næsta sunnudag, heyannir, fornbíladaginn, harmonikkuhátíð, búningadag barna, skákmót og haustmarkað safnsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árbæjarsafni. Af öðrum viðburðum má nefna Jónsmessugleði Árbæjarsafn og Félags eldri borgara og hina árlegu Jónsmessugöngu um Elliðaárdalinn. Þá verður boðið upp á sérstaka dagskrá sunnudaginn 19. júní, um sögu kvenna í Reykjavík á 19. öld, sem ber yfirskriftina Maddama, kerling, fröken, frú. Nokkrar nýjar sýningar verða opnaðar á safninu í sumar, má þar til að mynda nefna sýningu á heimagerðum barnaföt og sýning um vagnasmíði í Reykjavík á 20. öld. Í Listmunahorni munu fjórir listamenn sýna verk sín. Að venju verður starfsfólk safnsins búið klæðum sem tíðkuðust á síðari hluta 19. aldar. Á sunnudögum verða steiktar lummur í Árbæ og á laugardögum verður teymt undir börnum. Í Dillonshúsi verður heitt á könnunni og í Krambúðinni verður hægt að versla „gamaldags" varning. Fyrir börnin verður margt að sjá og hin sívinsæla leikfangasýning „Komdu að leika" verður á sínum stað. Það er næsta víst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni í sumar. Í tilefni þessa hefur heimasíða safnsins verið uppfærð og endurnýjuð og þar má finna frekari upplýsingar um starf og viðburði á vegum Minjasafns Reykjavíkur. Vefslóðin er www.minjasafnreykjavikur.is.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira