Við erum mjög stolt af okkur 27. maí 2011 19:55 Júlía Guðný Hreinsdóttir. Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga. Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga.
Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14
Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21