Árni Páll fundaði með ESA - hundruð milljarða í handbæru fé til reiðu 18. maí 2011 14:23 Árni Páll Árnason. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra fundaði í dag með stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem svar Íslands til stofnunarinnar vegna Icesave-málsins var reifað og rætt samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Á fundinum var rætt um að endurheimtur úr búi Landsbankans muni væntanlega duga til að greiða öllum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi þorra krafna þeirra. Þetta á jafnt við um þá sem féllu undir lágmarkstryggingu upp á 20.887 evrur og aðra innstæðueigendur, jafnt einstaklinga, góðgerðafélög og sveitarfélög samkvæmt tilkynningunni. Forsenda þessara greiðslna er sú ákvörðun Alþingis að gera allar innstæður að forgangskröfum í þrotabú banka með setningu neyðarlaga haustið 2008. Nú þegar eru til reiðu hundruð milljarða króna í handbæru fé sem verða greidd úr búi Landsbankans um leið og Hæstiréttur hefur greitt úr réttaróvissu um útgreiðslurnar samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Efnahags-og viðskiptaráðherra ræddi Icesave-málið, framgang aðildarumsóknar Íslands og stöðu efnahagsmála á sérstökum tvíhliða fundum með ráðherrum fjölmargra ríkja á efnahags- og fjármálaráðherrafundi Evrópusambandsins ECOFIN í gær. Þá ræddi ráðherra sömu mál og umbætur á regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi á fundi með Michel Barnier, framkvæmdastjóra innri markaðar ESB. Í málafylgju á alþjóðlegum vettvangi leggur Ísland áherslu á að landið hafi fylgt réttum og viðurkenndum alþjóðlegum reglum um gjaldþrotaskipti fjármálafyrirtækja og hafi sérstaklega aukið rétt innstæðueigenda gagnvart þrotabúum haustið 2008. Sú aðgerð hafi verið eina færa leiðin til að tryggja þeim fulla greiðslu, við þær neyðaraðstæður sem þá sköpuðust. Árangur þessarar leiðar verði ljósari með hverjum degi segir að lokum í tilkynningunni. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra fundaði í dag með stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem svar Íslands til stofnunarinnar vegna Icesave-málsins var reifað og rætt samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Á fundinum var rætt um að endurheimtur úr búi Landsbankans muni væntanlega duga til að greiða öllum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi þorra krafna þeirra. Þetta á jafnt við um þá sem féllu undir lágmarkstryggingu upp á 20.887 evrur og aðra innstæðueigendur, jafnt einstaklinga, góðgerðafélög og sveitarfélög samkvæmt tilkynningunni. Forsenda þessara greiðslna er sú ákvörðun Alþingis að gera allar innstæður að forgangskröfum í þrotabú banka með setningu neyðarlaga haustið 2008. Nú þegar eru til reiðu hundruð milljarða króna í handbæru fé sem verða greidd úr búi Landsbankans um leið og Hæstiréttur hefur greitt úr réttaróvissu um útgreiðslurnar samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. Efnahags-og viðskiptaráðherra ræddi Icesave-málið, framgang aðildarumsóknar Íslands og stöðu efnahagsmála á sérstökum tvíhliða fundum með ráðherrum fjölmargra ríkja á efnahags- og fjármálaráðherrafundi Evrópusambandsins ECOFIN í gær. Þá ræddi ráðherra sömu mál og umbætur á regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi á fundi með Michel Barnier, framkvæmdastjóra innri markaðar ESB. Í málafylgju á alþjóðlegum vettvangi leggur Ísland áherslu á að landið hafi fylgt réttum og viðurkenndum alþjóðlegum reglum um gjaldþrotaskipti fjármálafyrirtækja og hafi sérstaklega aukið rétt innstæðueigenda gagnvart þrotabúum haustið 2008. Sú aðgerð hafi verið eina færa leiðin til að tryggja þeim fulla greiðslu, við þær neyðaraðstæður sem þá sköpuðust. Árangur þessarar leiðar verði ljósari með hverjum degi segir að lokum í tilkynningunni.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira