Leikrænir tilburðir hafa ekki úrslitaáhrif Erla Hlynsdóttir skrifar 18. maí 2011 15:50 MYND/Vilhelm Leikrænir tilburðir stjórnmálamanna hafa almennt ekki úrslitaáhrif þegar kemur að niðurstöðum kosninga. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Hann tekur þó fram að leikræn tjáning geti gert herslumuninn þegar tveir flokkar eru í kjöri og mjótt er á mununum. Almennt séð eru það hins vegar þau málefni sem flokkarnir leggja áherslu á og viðhorf kjósenda sem hafa mest að segja um niðurstöður kosninga. Ástæða góðs gengis Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, er að mati Ólafs sú að í samfélaginu var jarðvegur fyrir framúrstefnulegt framboð. Ólafur var einn þriggja frummælenda á hádegisfundi á vegum EDDU-öndvegisseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í hádeginu. Yfirskrift fundarins var Leiklist stjórnmálanna. „Oft er talað um stjórnmálin sem leiksvið og um stjórnmálamenn sem leikara, en allt frá fornöld hafa leikrænir tilburðir stjórnmálamanna verið stjórnspekingum umhugsunarefni. Þessi leiklist stjórnmálanna spannar vítt svið sem nær allt frá lýðskrumi og ímyndarsköpun til dramatískra tilburða stjórnmálaleiðtoga til að höfða til almennings á ögurstund," sagði í fundarboði. Nasistar komust til valda í Þýskalandi á sínum tíma því þjóðfélagið var móttækilegt fyrir þjóðernissinnuðum og afgerandi flokki. Stjórnunarstíll Hitlers einkenndist síðan af leikrænum tilburðum og má í raun segja að hann hafi sett á svið heilu leiksýningarnar fyrir almenning í því skyni að upphefja hann sjálfan og nasismann. Þar fléttuðust því saman leiklist og pólitík áhrifaríkan hátt. Á hádegisfundinum var komið inn á feril leikara sem síðar sneru sér að pólitík, svo sem Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Arnold Schwarznegger, fyrrverandi ríkisstjóra í Kaliforníu.Jón beitir aðferðum trúðsins Þá er Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, þekktasta dæmið út íslenskri pólitík. Hann hefur markvisst beitt aðferðum trúðsins í bæði kosningabaráttu og starfi sem borgarstjóri. Jón hefur einnig farið í hlutverk einlæga einfeldningsins, sem viðurkennir strax þegar hann veit ekki um hvað málið snýst, en á auðvelt með að nýta persónutöfrana þegar á þarf að halda. Kosningabarátta Besta flokksins var í raun eitt stórt leikrit. Flokkurinn var ekki með skýra málefnaskrá og hefur gert velflest það, eftir að hann komst til valda, sem hinir hefðbundnu flokkar hefðu gert, svo sem að hækka útsvar og segja upp starfsfólki í sparnaðarskyni. Fylgi flokksins hefur nokkuð minnkað frá kjöri. Í borgarstjórnarkosningunum vorið 2010 fékk Bestu flokkurinn rúm 34% atkvæða en nú mælist fylgi flokksins um 20%.Alsiða að flokkar í stjórn tapi í kreppu Á fundinum var því velt upp hvort hugmyndin um Besta flokkinn væri ekki misheppnuð út af þessu fylgistapi. Ólafur benti á að það væri alsiða að flokkar sem eru við stjórnvölinn tapi fylgi þegar aðstæður í þjóðfélaginu krefjist þess að óvinsælar ákvarðanir séu teknar. Ólafur sagði því í raun tíðindum sæta að fall flokksins væri ekki meira. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Leikrænir tilburðir stjórnmálamanna hafa almennt ekki úrslitaáhrif þegar kemur að niðurstöðum kosninga. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Hann tekur þó fram að leikræn tjáning geti gert herslumuninn þegar tveir flokkar eru í kjöri og mjótt er á mununum. Almennt séð eru það hins vegar þau málefni sem flokkarnir leggja áherslu á og viðhorf kjósenda sem hafa mest að segja um niðurstöður kosninga. Ástæða góðs gengis Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, er að mati Ólafs sú að í samfélaginu var jarðvegur fyrir framúrstefnulegt framboð. Ólafur var einn þriggja frummælenda á hádegisfundi á vegum EDDU-öndvegisseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í hádeginu. Yfirskrift fundarins var Leiklist stjórnmálanna. „Oft er talað um stjórnmálin sem leiksvið og um stjórnmálamenn sem leikara, en allt frá fornöld hafa leikrænir tilburðir stjórnmálamanna verið stjórnspekingum umhugsunarefni. Þessi leiklist stjórnmálanna spannar vítt svið sem nær allt frá lýðskrumi og ímyndarsköpun til dramatískra tilburða stjórnmálaleiðtoga til að höfða til almennings á ögurstund," sagði í fundarboði. Nasistar komust til valda í Þýskalandi á sínum tíma því þjóðfélagið var móttækilegt fyrir þjóðernissinnuðum og afgerandi flokki. Stjórnunarstíll Hitlers einkenndist síðan af leikrænum tilburðum og má í raun segja að hann hafi sett á svið heilu leiksýningarnar fyrir almenning í því skyni að upphefja hann sjálfan og nasismann. Þar fléttuðust því saman leiklist og pólitík áhrifaríkan hátt. Á hádegisfundinum var komið inn á feril leikara sem síðar sneru sér að pólitík, svo sem Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Arnold Schwarznegger, fyrrverandi ríkisstjóra í Kaliforníu.Jón beitir aðferðum trúðsins Þá er Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, þekktasta dæmið út íslenskri pólitík. Hann hefur markvisst beitt aðferðum trúðsins í bæði kosningabaráttu og starfi sem borgarstjóri. Jón hefur einnig farið í hlutverk einlæga einfeldningsins, sem viðurkennir strax þegar hann veit ekki um hvað málið snýst, en á auðvelt með að nýta persónutöfrana þegar á þarf að halda. Kosningabarátta Besta flokksins var í raun eitt stórt leikrit. Flokkurinn var ekki með skýra málefnaskrá og hefur gert velflest það, eftir að hann komst til valda, sem hinir hefðbundnu flokkar hefðu gert, svo sem að hækka útsvar og segja upp starfsfólki í sparnaðarskyni. Fylgi flokksins hefur nokkuð minnkað frá kjöri. Í borgarstjórnarkosningunum vorið 2010 fékk Bestu flokkurinn rúm 34% atkvæða en nú mælist fylgi flokksins um 20%.Alsiða að flokkar í stjórn tapi í kreppu Á fundinum var því velt upp hvort hugmyndin um Besta flokkinn væri ekki misheppnuð út af þessu fylgistapi. Ólafur benti á að það væri alsiða að flokkar sem eru við stjórnvölinn tapi fylgi þegar aðstæður í þjóðfélaginu krefjist þess að óvinsælar ákvarðanir séu teknar. Ólafur sagði því í raun tíðindum sæta að fall flokksins væri ekki meira.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent