Erlent

Elsta panda heims dáin

Ming Ming ullar á ljósmyndara
Ming Ming ullar á ljósmyndara
Ming Ming, elsta panda í heiminum er dáin þrjátíu og fjögurra að aldri. Talið er að hún hafi dáið úr nýrnabilun en hún hafði búið í dýragarði í Peking um hríð. Ming Ming dó þann 7. maí síðastliðinn en ekki var tilkynnt um lát hennar fyrr en nýlega.

Pöndur sem lifa úti í náttúrunni verða að meðaltali 15 ára gamlar en þær pöndur sem lifa í dýragörðum 22 ára. Pöndur eru í útrýmingarhættu en talið er að einungis séu til um 2000 slíkar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×