Erlent

Fáklæddir mótmælendur í Kænugarði

Frá Kænugarði í dag. Mynd/AP
Frá Kænugarði í dag. Mynd/AP
Hópur Úkraínumanna og kvenna mættu ber að ofan fyrir framan stjórnsýsluhús í Kænugarði í dag til þess að mótmæla því að hafa verið svikin í fjárfestingum.

Fólkið hafði lagt peninga sína í byggingu fjölbýlishúsa þar sem það átti að fá fínar íbúðir. Það var árið 2004 en blokkirnar eru ennþá óbyggðar. Margir seldu eða tóku veð í heimilum sínum til þess að leggja í fjölbýlishúsin. Fólkið er því bæði heimilislaust og hefur tapað öllum sínum ævisparnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×