Metfjöldi í viðtölum hjá samtökum gegn kynferðisofbeldi Erla Hlynsdóttir skrifar 19. maí 2011 11:38 Mynd úr safni Aldrei hafa fleiri leitað til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, en á síðasta ári. Fjöldi einkaviðtala jókst frá árinu 2009 um 31,8% og voru þau alls 427 árið 2010. Einkaviðtöl sem flokkast sem símaviðtöl voru 63, en sími Aflsins er opinn allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem komu í sitt fyrsta viðtal hjá Aflinu á árinu 2010 voru 82. Þar af eru 48 konur, 8 karlmenn og 26 aðstandendur. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Aflsins, systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi. Sæunn Guðmundsdóttir, starfskona Aflsins, segist vona að aukningin á fjölda þeirra sem leita til samtakanna sé sú að umræðan um kynferðisofbeldi sé að opnast, frekar en að kynferðisbrotum sé að fjölga. „Hinn er annað mál að við vitum að þetta er að aukast á ýmsan hátt með notkun netsins. Þá er skemmst að minnast nýlegra frétta um að menn tæli skólabörn í gegn um netið," segir hún. Aflið tekur í viðtöl þá sem náð hafa 18 ára aldri en þeir sem eru yngri geta komið í eins konar eftirmeðferð eftir að dómur hefur gengið í málum þeirra. Þannig hafa börn niður í 12 ára komið í viðtöl til Aflsins eftir að vera tæld af eldri mönnum á netinu sem síðan brjóta á þeim kynferðislega. Þjónusta Aflsins er þeim sem þangað leita að kostnaðarlausu. Aflið treystir því á styrki til að halda starfseminni gangandi. Á liðnum árum hefur gengið verr að fá þá vegna þrenginga í þjóðfélaginu. Sæunn vekur athygli á að sama ár og árlegur styrkur ríkisins var lækkaður um 20%, úr 2 milljónum í 1,6 milljón árið 2008, þá var 92% aukning á fjölda viðtala. Því sé greinilegt að þörfin sé fyrir hendi. Eins og staðan er nú er hins vegar stærsti hluti af starfi Aflsins inntur af hendi í sjálfboðavinnu, en eina launaða starfsmanninum var sagt upp um áramótin vegna fjárskorts. Heimasíðu Aflsins má nálgast með því að smella hér. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, en á síðasta ári. Fjöldi einkaviðtala jókst frá árinu 2009 um 31,8% og voru þau alls 427 árið 2010. Einkaviðtöl sem flokkast sem símaviðtöl voru 63, en sími Aflsins er opinn allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem komu í sitt fyrsta viðtal hjá Aflinu á árinu 2010 voru 82. Þar af eru 48 konur, 8 karlmenn og 26 aðstandendur. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Aflsins, systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi. Sæunn Guðmundsdóttir, starfskona Aflsins, segist vona að aukningin á fjölda þeirra sem leita til samtakanna sé sú að umræðan um kynferðisofbeldi sé að opnast, frekar en að kynferðisbrotum sé að fjölga. „Hinn er annað mál að við vitum að þetta er að aukast á ýmsan hátt með notkun netsins. Þá er skemmst að minnast nýlegra frétta um að menn tæli skólabörn í gegn um netið," segir hún. Aflið tekur í viðtöl þá sem náð hafa 18 ára aldri en þeir sem eru yngri geta komið í eins konar eftirmeðferð eftir að dómur hefur gengið í málum þeirra. Þannig hafa börn niður í 12 ára komið í viðtöl til Aflsins eftir að vera tæld af eldri mönnum á netinu sem síðan brjóta á þeim kynferðislega. Þjónusta Aflsins er þeim sem þangað leita að kostnaðarlausu. Aflið treystir því á styrki til að halda starfseminni gangandi. Á liðnum árum hefur gengið verr að fá þá vegna þrenginga í þjóðfélaginu. Sæunn vekur athygli á að sama ár og árlegur styrkur ríkisins var lækkaður um 20%, úr 2 milljónum í 1,6 milljón árið 2008, þá var 92% aukning á fjölda viðtala. Því sé greinilegt að þörfin sé fyrir hendi. Eins og staðan er nú er hins vegar stærsti hluti af starfi Aflsins inntur af hendi í sjálfboðavinnu, en eina launaða starfsmanninum var sagt upp um áramótin vegna fjárskorts. Heimasíðu Aflsins má nálgast með því að smella hér.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira