Óeðlileg inngrip ráðherra 19. maí 2011 17:57 Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Róbert Reynisson „Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“ Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
„Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunar verði fimm í stað sjö. Um óeðlilegt inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag. Til stendur að skipa héreftir í stjórn Byggðastofnunar eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að iðnaðarráðherra skipi stjórnina eftir sem áður, en með hliðsjón af breyttu fjármálaumhverfi og tilkomu Bankasýslu ríkisins kemur til greina að fela valnefnd Bankasýslu ríkisins að tilnefna tvo stjórnarmenn. Auk þess hefur vísað til þess að breytingin feli í sér sparnað.Óttast breytingarnar Einar gefur lítið fyrir þessi rök og segir breytingarinnar skipta litlu máli fyrir rekstur Byggðastofnunar. „Í öðru lagi er vísað til þess að búið er að gera lagabreytingu um hæfni stjórnarmanna en það breytir engu um fjölda manna í stjórn Byggðastofnunar. Þannig að ég lít svo að um mjög óeðlilegt inngrip inn í endurskoðunarvinnu á hlutverki Byggðastofnunar sé að ræða. Ég skil einfaldlega ekki hvað býr þarna undir." Einar bendir á að Byggðastofnun sé ekki bara lánastofnun heldur sé stofnunni ekki síst ætlað að hafa yfirsýn yfir byggðamál í landinu. „Það hefur verið styrkur stofnunarinnar og þeirra starfsemi sem þar fer fram að stjórnarmenn hafa haft víðtæka yfirsýn í byggðarmálum. Ég óttast að þessar breytingar muni leiða til þess að þessa yfirsýn muni skorta."Hreyfingin bjarghringur stjórnarinnar Frumvarpið var samþykkt með tveggja atkvæða mun eftir aðra umræðu í dag. Þriðja umræða fer hugsanlega fram á morgun. Stjórandstaðan og þeir þingmenn sem sögðu skilið við VG nýverið greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Hreyfingin dró í raun og veru ríkisstjórnina að landi og hún var bjarghringurinn sem ríkisstjórnin hékk á í þessu máli. Athyglisvert er að ákveðnir stjórnarliðar voru ekki viðstaddir," segir Einar sem segist vita að innan stjórnarflokkanna sé ekki samstaða um þessar breytingar á stjórn Byggðastofnunar. Aðalfundur Byggðastofnunnar fer fram í næstu viku. Einar segir að fróðlegt verði að sjá hverjir veljist í stjórnina á fundinum. „Þá munum við sjá betur til hvers refirnir voru skornir.“
Tengdar fréttir Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19. maí 2011 12:14