Vill banna brauðgjafir á Reykjavíkurtjörn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2011 19:30 Besta ráðið til að halda mávinum frá Tjörninni í Reykjavík er að banna brauðgjafir yfir sumartímann. Þetta segir meindýraeyðir hjá borginni en mikið er kvartað yfir ágangi mávsins. Það er einn af vorboðunum að sílamávur fylli tjörnina í Reykjavík. Mörgum finnst nóg um enda er mávurinn oft aðgangsharður. Sílamávar eru farfuglar og sjást þeir fyrstu jafnan hér á landi um miðjan mars. Restin kemur svo í apríl. Mávarnir verða strax við komuna fyrirferðamiklir á tjörninni en þeim fækkar þó aðeins um miðjan maí þegar varp hefst. Meindýraeyðir borgarinnar fá fjölda kvartana á hverju sumri vegna mávsins. Ómar Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir mávana svo aðgangsharða að þeir éti allt brauð sem kastað sé á tjörnina. Þá er græðgin slík að þeir bíta brauðið úr höndum barnanna. Auk þess gæði mávurinn sér oft á andarungum yfir sumartímann. Ómar segir að árið 2007 hafi síðast verið reynt að halda mávinum í skefjum með því að skjóta hann. Það hafi aðeins dugað í skamman tíma. Hann telur að eina leiðin til að draga úr mávum á tjörninni sé að banna brauðgjafir yfir sumartímann - en mávurinn fer af landinu um miðjan október. Ómar segir að best væri að brauðgjafir væru bannaðar frá apríl og fram í september. Þá væri vandamálið úr sögunni að hans mati. Spurður hvort það hefði áhrif á endur og svani á tjörninni, svarar Ómar því til að það sé nægt æti í tjörninni fyrir aðra fugla. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Besta ráðið til að halda mávinum frá Tjörninni í Reykjavík er að banna brauðgjafir yfir sumartímann. Þetta segir meindýraeyðir hjá borginni en mikið er kvartað yfir ágangi mávsins. Það er einn af vorboðunum að sílamávur fylli tjörnina í Reykjavík. Mörgum finnst nóg um enda er mávurinn oft aðgangsharður. Sílamávar eru farfuglar og sjást þeir fyrstu jafnan hér á landi um miðjan mars. Restin kemur svo í apríl. Mávarnir verða strax við komuna fyrirferðamiklir á tjörninni en þeim fækkar þó aðeins um miðjan maí þegar varp hefst. Meindýraeyðir borgarinnar fá fjölda kvartana á hverju sumri vegna mávsins. Ómar Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir mávana svo aðgangsharða að þeir éti allt brauð sem kastað sé á tjörnina. Þá er græðgin slík að þeir bíta brauðið úr höndum barnanna. Auk þess gæði mávurinn sér oft á andarungum yfir sumartímann. Ómar segir að árið 2007 hafi síðast verið reynt að halda mávinum í skefjum með því að skjóta hann. Það hafi aðeins dugað í skamman tíma. Hann telur að eina leiðin til að draga úr mávum á tjörninni sé að banna brauðgjafir yfir sumartímann - en mávurinn fer af landinu um miðjan október. Ómar segir að best væri að brauðgjafir væru bannaðar frá apríl og fram í september. Þá væri vandamálið úr sögunni að hans mati. Spurður hvort það hefði áhrif á endur og svani á tjörninni, svarar Ómar því til að það sé nægt æti í tjörninni fyrir aðra fugla.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira