Enski boltinn

Enginn Tevez og enginn Rooney á Wembley á laugardaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez meiddist í gær.
Carlos Tevez meiddist í gær. Mynd/AP
Tvær stærstu stjörnur Manchester-liðanna, United og City, verða væntanlega báðir fjarri góðu gamni þegar liðin mætast á Wembley á laugardaginn í undanúrslium ensku bikarkeppninnar.

Wayne Rooney er í leikbanni í leiknum og Carlos Tevez meiddist síðan aftan í læri í upphafi leiks Liverpool og Manchester City í gærkvöldiþ Það lítur því út fyrir að Argentínumaðurinn muni líka missa af þessum mikilvæga leik.

Carlos Tevez fór útaf eftir 16 mínútur á Wembley í gær. „Ég held að það verði mjög erfitt fyrir hann að ná leiknum á laugardaginn því hann hefur bara fimm daga til þess að ná sér," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City, eftir leikinn.

„Hann verður samt meira með á tímabilinu. Við munum reyna að koma honum í stand fyrir laugardaginn en við þurfum líklega tvær vikur," sagði Mancini.

Carlos Tevez hefur skorað 19 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en þó hefur hann aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×