Enski boltinn

Aron hafði betur gegn Hermanni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í leik með Coventry fyrr á tímabilinu.
Aron Einar í leik með Coventry fyrr á tímabilinu. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry unnu 3-0 útisigur á Portsmouth, liði Hermanns Hreiðarssonar, í ensku B-deildinni í kvöld.

Aron Einar og Hermann léku báðir allan leikinn en Coventry fjarlægðist falldrauginn enn frekar með sigrinum í kvöld. Portsmouth siglir lygnan sjó um miðja deild - er með 55 stig í tólfta sætinu en Coventry er í því sautjánda með 49.

QPR tók skrefi nær úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Barnsley á útivelli. Heiðar Helguson lék allan leikinn en það var Adel Taarabt sem skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútu.

QPR er á toppi deildarinnar með 82 stig, tíu meira en Cardiff sem vann 2-0 sigur á Sheffield United í kvöld.

Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson voru í leikmannahópi Reading sem vann 2-0 sigur á Scunthorpe á útivelli í kvöld. Reading er í góðum málum í fimmta sæti deildarinnar með 69 stig, aðeins þremur á eftir Cardiff.

Úrslit kvöldsins:

Barnsley - QPR 0-1

Portsmouth - Coventry 0-3

Scunthorpe - Reading 0-2

Derby - Leeds 2-1

Doncaster - Preston 1-1

Ipswich - Middlesbrough 3-3

Leicester - Crystal Palace 1-1

Millwall - Bristol City 0-0

Nottingham Forest - Burnley 2-0

Sheffield United - Cardiff 0-2

Swansea - Hull 1-1

Watford - Norwich 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×