Enski boltinn

Ferguson: Spiluðum vel gegn góðu liði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi verið erfitt að spila gegn sterku liði Chelsea í kvöld en þá áttust liðin við í síðari viðureign þeirra í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

United vann leikinn, 2-1 og samanlagt 3-1. Liðið mætir annað hvort Schalke eða Inter í undanúrslitum keppninnar.

„Við spiluðum mjög vel gegn afar sterku liði. Chelsea spilaði stórt hlutverk í leiknum í kvöld,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla eftir leikinn.

„En mér fannst við vera betri í kvöld. Margir stóðu sig frábærlega í kvöld - Park, Chicharito og fleiri. Það var enginn sem brást okkur.“

„Við þurftum að berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum, sérstaklega í kvöld. Þetta var frábær leikur og góð auglýsing fyrir ensku úrvalsdeildina og enska knattspyrnu.“

Didier Drogba jafnaði metin fyrir Chelsea í leiknum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Chelsea manni færri. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði þó Ji-Sung Park sigurmark United í leiknum og tryggði endanlega undanúrslitasætið.

„Þetta var ódýrt mark sem við fengum á okkur en við vorum heppnir að skora svo fljótt aftur,“ sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×