Ráðherra mælir fyrir brottvísum ofbeldismanns af heimili 13. apríl 2011 09:34 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir breytingum á lögum til verndar þolendum heimilisofbeldis Innanríkisráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili en brottvísun af heimili er úrræði sem fram til þessa hefur einungis verið að finna í barnaverndarlögum. Þetta er hliðstætt því sem gerist í nágrannalöndum og hefur verið nefnt austurríska leiðin. Helstu efnisatriði frumvarpsins eru þau að lagt er til að bráðabirgðaákvörðun um nálgunarbann og/eða brottvísun af heimili verði í höndum lögreglustjóra eða löglærðs fulltrúa hans. Lögreglustjóra er gert skylt, hvort sem um er að ræða ákvörðun um nálgunarbann eða brottvísun, að bera hana undir héraðsdóm innan þriggja sólarhringa frá birtingu ákvörðunarinnar en dómaranum er þannig falið að taka endanlega ákvörðun um það hvort nálgunarbanni og/eða brottvísun verði beitt. Er lagt til að heimilt verði að beita nálgunarbanni ef rökstudd ástæða er til að ætla að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða hætta er á að viðkomandi muni koma til með að gera slíkt. Þá verði heimilt að beita brottvísun af heimili ef rökstudd ástæða er til að ætla að sakborningur hafi framið eða hætta er á að hann fremji refsivert brot gegn tilteknum ákvæðum almennra hegningarlaga (til dæmis ákvæðum laganna um kynferðisbrot, líkamsmeiðingar, brot gegn frjálsræði manna, hótanir, eignaspjöll og fleira), enda hafi verknaðurinn beinst að einhverjum sem er honum nákominn og að tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins. Ennfremur er það gert að skilyrði fyrir brottvísun af heimili að brotið varði fangelsi allt að sex mánuðum.Nýmæli um samskipti lögreglu og sveitarfélaga Af öðrum efnisatriðum frumvarpsins má nefna að nálgunarbanni verður ekki afmarkaður lengri tími en eitt ár í senn, líkt og nú gildir samkvæmt lögum um nálgunarbann, en ekki verður heimilt að beita brottvísun lengur en fjórar vikur í senn. Í frumvarpinu er jafnframt að finna sérreglur sem gilda skulu við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómi. Loks er í frumvarpinu að finna sérstakan kafla sem fjallar um samskipti lögreglu og sveitarfélaga í málum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili og er þar um nýmæli að ræða. Frumvarpið var samið af starfshópi sem skipaður var af innanríkisráðherra til þess að gera tillögur að lagaákvæðum til innleiðingar á hinni svokölluðu austurrísku leið og er gerð frumvarpsins þannig í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Var það mat starfshópsins að vel færi á því að ákvæði um nálgunarbann og brottvísun af heimili væri að finna í einum og sama lagabálki enda búa sambærileg sjónarmið að baki beitingu þeirra, sömu málsmeðferðarreglur geta þar átt við og er það jafnframt í samræmi við norræna löggjöf á þessu sviði. Að auki er fyrirséð að úrræðum þessum verði beitt samhliða í nokkrum fjölda tilvika. Við gerð frumvarpsins átti starfshópurinn fundi með fulltrúum Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Jafnréttisstofu, Samtaka kvenna af erlendum uppruna, Dómarafélags Íslands og ríkislögreglustjóra.Sjá frumvarpið í heild sinni á vef Alþingis. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Innanríkisráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili en brottvísun af heimili er úrræði sem fram til þessa hefur einungis verið að finna í barnaverndarlögum. Þetta er hliðstætt því sem gerist í nágrannalöndum og hefur verið nefnt austurríska leiðin. Helstu efnisatriði frumvarpsins eru þau að lagt er til að bráðabirgðaákvörðun um nálgunarbann og/eða brottvísun af heimili verði í höndum lögreglustjóra eða löglærðs fulltrúa hans. Lögreglustjóra er gert skylt, hvort sem um er að ræða ákvörðun um nálgunarbann eða brottvísun, að bera hana undir héraðsdóm innan þriggja sólarhringa frá birtingu ákvörðunarinnar en dómaranum er þannig falið að taka endanlega ákvörðun um það hvort nálgunarbanni og/eða brottvísun verði beitt. Er lagt til að heimilt verði að beita nálgunarbanni ef rökstudd ástæða er til að ætla að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða hætta er á að viðkomandi muni koma til með að gera slíkt. Þá verði heimilt að beita brottvísun af heimili ef rökstudd ástæða er til að ætla að sakborningur hafi framið eða hætta er á að hann fremji refsivert brot gegn tilteknum ákvæðum almennra hegningarlaga (til dæmis ákvæðum laganna um kynferðisbrot, líkamsmeiðingar, brot gegn frjálsræði manna, hótanir, eignaspjöll og fleira), enda hafi verknaðurinn beinst að einhverjum sem er honum nákominn og að tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins. Ennfremur er það gert að skilyrði fyrir brottvísun af heimili að brotið varði fangelsi allt að sex mánuðum.Nýmæli um samskipti lögreglu og sveitarfélaga Af öðrum efnisatriðum frumvarpsins má nefna að nálgunarbanni verður ekki afmarkaður lengri tími en eitt ár í senn, líkt og nú gildir samkvæmt lögum um nálgunarbann, en ekki verður heimilt að beita brottvísun lengur en fjórar vikur í senn. Í frumvarpinu er jafnframt að finna sérreglur sem gilda skulu við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómi. Loks er í frumvarpinu að finna sérstakan kafla sem fjallar um samskipti lögreglu og sveitarfélaga í málum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili og er þar um nýmæli að ræða. Frumvarpið var samið af starfshópi sem skipaður var af innanríkisráðherra til þess að gera tillögur að lagaákvæðum til innleiðingar á hinni svokölluðu austurrísku leið og er gerð frumvarpsins þannig í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Var það mat starfshópsins að vel færi á því að ákvæði um nálgunarbann og brottvísun af heimili væri að finna í einum og sama lagabálki enda búa sambærileg sjónarmið að baki beitingu þeirra, sömu málsmeðferðarreglur geta þar átt við og er það jafnframt í samræmi við norræna löggjöf á þessu sviði. Að auki er fyrirséð að úrræðum þessum verði beitt samhliða í nokkrum fjölda tilvika. Við gerð frumvarpsins átti starfshópurinn fundi með fulltrúum Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Jafnréttisstofu, Samtaka kvenna af erlendum uppruna, Dómarafélags Íslands og ríkislögreglustjóra.Sjá frumvarpið í heild sinni á vef Alþingis.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent