Innlent

Vongóðir um að þorskkvótinn verði aukinn

Þorskur. Myndin er úr safni.
Þorskur. Myndin er úr safni. Mynd / Gunnar V. Andrésson
Sjómenn og útvegsmenn eru nú vongóðir um að þorskkvótinn verði aukinn upp í 180 til 190 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, sem myndi þýða milljarða króna í auknum útflutningstekjum.

Stofnmælingar Hafrannsóknastofnunar í síðasta mánuði sýna að svonefnd stofnvísitala þorsks hefur aukist, fjórða árið í röð.

Meðal þyngd á fjögurra- til níu ára þorski hefur líka farið vaxandi, sem þýðir að færri fiska þarf í hvert tonn.

Þessar niðurstöður verða lagðar til grundvallar við kvótaákvörðun fyrir næsta fiskveiðiár, sem hefst fyrsta september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×