Innlent

Upp úr sauð milli Ólínu og Ástu Ragnheiðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólína Þorvarðardótttir lætur ekki hafa af sér orðið svo auðveldlega.
Ólína Þorvarðardótttir lætur ekki hafa af sér orðið svo auðveldlega.
Það voru snarpar umræður um störf forseta Alþingis á þingfundi í morgun. Ólína Þorvarðardóttir sté í pontu og gerði athugasemd við málflutning Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún taldi að hefði borið á sig sakir.

Ólína Þorvarðardóttir:

„Það er bagalegt við þennan lið störf þingsins, þegar verið er að efna til viðræðna við einstaka þingmenn inni í salnum sem komast síðan ekki að til að svara fyrir það sem fram er haldið. Háttvirtur þingmaður Ragnheiður Elín Árnadóttir hélt því hér fram og gerði það sem iðulega......"

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, greip frammí:

„Ekki efnisleg umræða."

Ólína Þorvarðardóttir:

„Frú forseti ég er að ræða um fundarstjórn forseta."

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis:

„Þingmaðurinn hefur orðið."

Ólína Þorvarðardóttir:

„Háttvirtur þingmaður Ragnheiður Elín Árnadóttir kom hér upp áðan og sakaði mig um það að tala sjávarútvegsmál í ágreining og komst upp með það án þess að ég ætti þess kost að svara fyrir mig...."

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sló þá ótt og títt í bjölluna til að stöðva Ólínu.

bjalla....

bjalla...

Ólína Þorvarðardóttir:

„Ég ætla að vona frú forseti, að við þurfum ekki að standa, endurtaka hér bjöllusólóið frá 2009 þegar ég var rekin úr ræðustóli."

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis:

„Háttvirtur þingmaður ræði fundarstjórn forseta."

Ólína Þorvarðardóttir:

„Ég er að ræða fundarstjórn forseta,, frú forseti... Má ég velja mér orð mín sjálf.. Hversu langan tíma hef ég til að ræða fundarstjórn forseta...."

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis:

„Háttvirtur þingmaður hefur eina mínútu og hún er liðin..."

Ólína Þorvarðardóttir:

„Er hún liðin? Þá vík ég úr ræðustóli, en ég geri alvarlegar athugasemdir við þessa valdbeitingu forseta því hér hefur þessi liður verið tilefni manna til efnislegra umræða skipti eftir skipti þar sem stjórnarandstaðan hefur átt sjálfvirka aðkomu að efnislegri umræðu og ég fæ ekki að ljúka máli mínu og fæ ekki að velja min eigin orð þegar ég er að ræða fundarstjórn forsteta...." sagði Ólína Þorvarðardóttir.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tóku líka þátt í orðaskakinu.



Smelltu hér til að hlusta á umræðurnar.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×