Páll Óskar við fermingarbörnin: Bannað að fara í fýlu! Erla Hlynsdóttir skrifar 15. apríl 2011 15:38 „Þið eruð algert æði," sagði Páll Óskar við fermingarbörnin sem fermdust borgaralega Mynd: Sidmennt.is „Ég trúi því að við séum öll alveg ógeðslega klár í einhverju. Við höfum öll einhverja geggjaða hæfileika á einhverjum sviðum. Við fengum öll einhverja mikla gjöf þegar við fæddumst," sagði Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður í ávarpi sínu til fermingarbarna sem fermdust borgaralega síðasta sunnudag. Athöfnin var á vegum Siðmenntar og fór fram í Háskólabíói. Fermingarbörn voru 176 og hafa aldrei fleiri fermst borgaralega. Páll Óskar óskaði fermingarbörnum kærlega til hamingju með daginn. „Það er alveg aðdáunarvert að það sé svo mikið af unglingum sem spyrja sig sjálf krefjandi spurninga og gleypi ekki við öllu umhugsunarlaust, og gangi í gegnum sína fermingu á siðferðislegum og heimspekilegum grunni. Þið eruð algert æði," sagði hann.Engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum Hann lagði mikla áherslu á að unglingar reyndu að sporna við útlitsdýrkun samtímans og fengju tækifæri til að blómasta sem þau sjálf. „Ég er ekki að ætlast til þess að 13 ára unglingar viti hvað sjálfsvirðing er - en ég get lofað ykkur því - að sjálfvirðingin verður örugglega eitt stærsta verkefni ykkar í lífinu. Þið eigið eftir að þurfa að skoða ykkar sjálfsvirðingu og hvað hún nákvæmlega liggur - það sem eftir er æfinnar. Það er engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum. Maður þarf að vakta hana á hverjum degi. Maður veit í rauninni ekkert hvað svona hugtök þýða fyrr en maður fær að reyna þau á eigin skinni, Manneskja sem er með sjálfvirðinguna í jafnvægi, er mjög sátt við það hvernig hún lítur út. Hún fílar sjálfa sig. Manneskja með sjálfsvirðingu hefur enga sérstaka þörf á að líta út eins og Jennifer Aniston, eða Arnold Schwarzenegger. Manneskja með sjálfsvirðingu fílar að vera nákvæmlega eins og hún er. Það er mun skárra að vera frumeintakið af sjálfum sér, heldur en að vera léleg kópía af einhverjum öðrum," sagði hann.Ekki dópa og borðið grænmeti Páll Óskar lauk ræðunni á því að gefa unglingunum þau heilræði sem hann fer sjálfur eftir í lífinu: „Ekki reykja, ekki drekka, ekki dópa, borðið mikið grænmeti, ekki borða mikið af steiktum og brösuðum mat, reynið að borða eins orginal mat og hægt er, hreyfið ykkur í takt við það sem þið borðið, fáðu þér vinnu sem þér finnst skemmtileg, ekki fara með rifrildi upp í rúm, leysið frekar deilumál á staðnum, syngið eins og enginn sé að hlusta, dansið eins og enginn sé að horfa - og svo er bannað að fara í fýlu" Ávarp Páls Óskars má lesa í heild sinni á vef Siðmenntar. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
„Ég trúi því að við séum öll alveg ógeðslega klár í einhverju. Við höfum öll einhverja geggjaða hæfileika á einhverjum sviðum. Við fengum öll einhverja mikla gjöf þegar við fæddumst," sagði Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður í ávarpi sínu til fermingarbarna sem fermdust borgaralega síðasta sunnudag. Athöfnin var á vegum Siðmenntar og fór fram í Háskólabíói. Fermingarbörn voru 176 og hafa aldrei fleiri fermst borgaralega. Páll Óskar óskaði fermingarbörnum kærlega til hamingju með daginn. „Það er alveg aðdáunarvert að það sé svo mikið af unglingum sem spyrja sig sjálf krefjandi spurninga og gleypi ekki við öllu umhugsunarlaust, og gangi í gegnum sína fermingu á siðferðislegum og heimspekilegum grunni. Þið eruð algert æði," sagði hann.Engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum Hann lagði mikla áherslu á að unglingar reyndu að sporna við útlitsdýrkun samtímans og fengju tækifæri til að blómasta sem þau sjálf. „Ég er ekki að ætlast til þess að 13 ára unglingar viti hvað sjálfsvirðing er - en ég get lofað ykkur því - að sjálfvirðingin verður örugglega eitt stærsta verkefni ykkar í lífinu. Þið eigið eftir að þurfa að skoða ykkar sjálfsvirðingu og hvað hún nákvæmlega liggur - það sem eftir er æfinnar. Það er engin útskrift úr sjálfsvirðingarskólanum. Maður þarf að vakta hana á hverjum degi. Maður veit í rauninni ekkert hvað svona hugtök þýða fyrr en maður fær að reyna þau á eigin skinni, Manneskja sem er með sjálfvirðinguna í jafnvægi, er mjög sátt við það hvernig hún lítur út. Hún fílar sjálfa sig. Manneskja með sjálfsvirðingu hefur enga sérstaka þörf á að líta út eins og Jennifer Aniston, eða Arnold Schwarzenegger. Manneskja með sjálfsvirðingu fílar að vera nákvæmlega eins og hún er. Það er mun skárra að vera frumeintakið af sjálfum sér, heldur en að vera léleg kópía af einhverjum öðrum," sagði hann.Ekki dópa og borðið grænmeti Páll Óskar lauk ræðunni á því að gefa unglingunum þau heilræði sem hann fer sjálfur eftir í lífinu: „Ekki reykja, ekki drekka, ekki dópa, borðið mikið grænmeti, ekki borða mikið af steiktum og brösuðum mat, reynið að borða eins orginal mat og hægt er, hreyfið ykkur í takt við það sem þið borðið, fáðu þér vinnu sem þér finnst skemmtileg, ekki fara með rifrildi upp í rúm, leysið frekar deilumál á staðnum, syngið eins og enginn sé að hlusta, dansið eins og enginn sé að horfa - og svo er bannað að fara í fýlu" Ávarp Páls Óskars má lesa í heild sinni á vef Siðmenntar.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira