Innlent

Pallbíl stolið í Garðabæ

Lögreglan lýsir eftir bifreið af gerðinni Toyota Tacoma Double Cab 4x4 V6 með skráningarnúmerið KJ-520. Bifreiðin, sem stolið var í Garðabæ síðastliðna nótt er hvít að lit á 15" felgum og 38" dekkjum og á framhurðum eru svartir límmiðar sem á stendur K2 motorsport.

Svartar vindhlífar með krómrönd eru við hliðarrúður og framan á bifreiðinni er kastgrind.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×