Hafa ekki tök á að auka framlög til Sólheima Hugrún Halldórsdóttir skrifar 17. apríl 2011 13:00 Frá Sólheimum. Mynd/Úrsafni Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður. Sólheimar eru án þjónustusamnings en samningaviðræður við Árborg hafa staðið yfir í rúma þrjá mánuði án árangurs. Samninganefnd Sólheima lagði fram tillögu að bráðabirgðasamkomulagi vegna ársins 2011 um miðjan febrúar, en Árborg hafnaði henni í byrjun síðasta mánaðar. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir engin gagntilboð hafa borist né lausnir um hvernig leysa megi málin. „Staðan hér er þannig að við erum að bera kostnað og veita þjónustu miðað við þarfir okkar fólks 2011, en greiðslur til Sólheima þær miðast við þarfir og forsendur ársins 2002," segir Guðmundur. „Okkur ber skylda til þess að veita fötluðu fólki á Sólheimum þjónustu en það er ekki hægt á meðan forsendur eru þessar." Hann segir heimilið vera í limbói með rekstur sinn og að íbúum og starfsfólki þessi líði illa yfir ástandinu og hafi gert það lengi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að sú upphæð sem bjóðist Sólheimum í ár vera 275 milljónir króna, sem er álíka framlag og í fyrra. „Sveitarfélögin eru að bjóða það framlag sem þau fá frá ríkinu í þessa þjónustu og hafa ekki tök á því að auka við þessa fjárhæð. Það yrði þá að taka það af einhverjum öðrum þjónustueiningum sem eru að sinna fötluðum á Suðurlandi og það kemur ekki til álita," segir Ásta. Hvernig eru horfur fyrir næstu ár? „Fyrir næstu ár gildir allt annað fyrirkomulag. Þá verður greitt samkvæmt svokölluðu SIS mati, sem er sérstakt þjónustumat sem búið er verið að vinna fyrir alla fatlaða fullorðna einstaklinga á landinu og á næstu vikum mun kostnaðargreining samkvæmt því mati líta dagsins ljós." Ásta gerir ráð fyrir að samningaviðræðum við Sólheima verði haldið áfram eftir páska. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður. Sólheimar eru án þjónustusamnings en samningaviðræður við Árborg hafa staðið yfir í rúma þrjá mánuði án árangurs. Samninganefnd Sólheima lagði fram tillögu að bráðabirgðasamkomulagi vegna ársins 2011 um miðjan febrúar, en Árborg hafnaði henni í byrjun síðasta mánaðar. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir engin gagntilboð hafa borist né lausnir um hvernig leysa megi málin. „Staðan hér er þannig að við erum að bera kostnað og veita þjónustu miðað við þarfir okkar fólks 2011, en greiðslur til Sólheima þær miðast við þarfir og forsendur ársins 2002," segir Guðmundur. „Okkur ber skylda til þess að veita fötluðu fólki á Sólheimum þjónustu en það er ekki hægt á meðan forsendur eru þessar." Hann segir heimilið vera í limbói með rekstur sinn og að íbúum og starfsfólki þessi líði illa yfir ástandinu og hafi gert það lengi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að sú upphæð sem bjóðist Sólheimum í ár vera 275 milljónir króna, sem er álíka framlag og í fyrra. „Sveitarfélögin eru að bjóða það framlag sem þau fá frá ríkinu í þessa þjónustu og hafa ekki tök á því að auka við þessa fjárhæð. Það yrði þá að taka það af einhverjum öðrum þjónustueiningum sem eru að sinna fötluðum á Suðurlandi og það kemur ekki til álita," segir Ásta. Hvernig eru horfur fyrir næstu ár? „Fyrir næstu ár gildir allt annað fyrirkomulag. Þá verður greitt samkvæmt svokölluðu SIS mati, sem er sérstakt þjónustumat sem búið er verið að vinna fyrir alla fatlaða fullorðna einstaklinga á landinu og á næstu vikum mun kostnaðargreining samkvæmt því mati líta dagsins ljós." Ásta gerir ráð fyrir að samningaviðræðum við Sólheima verði haldið áfram eftir páska.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira