Hafa ekki tök á að auka framlög til Sólheima Hugrún Halldórsdóttir skrifar 17. apríl 2011 13:00 Frá Sólheimum. Mynd/Úrsafni Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður. Sólheimar eru án þjónustusamnings en samningaviðræður við Árborg hafa staðið yfir í rúma þrjá mánuði án árangurs. Samninganefnd Sólheima lagði fram tillögu að bráðabirgðasamkomulagi vegna ársins 2011 um miðjan febrúar, en Árborg hafnaði henni í byrjun síðasta mánaðar. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir engin gagntilboð hafa borist né lausnir um hvernig leysa megi málin. „Staðan hér er þannig að við erum að bera kostnað og veita þjónustu miðað við þarfir okkar fólks 2011, en greiðslur til Sólheima þær miðast við þarfir og forsendur ársins 2002," segir Guðmundur. „Okkur ber skylda til þess að veita fötluðu fólki á Sólheimum þjónustu en það er ekki hægt á meðan forsendur eru þessar." Hann segir heimilið vera í limbói með rekstur sinn og að íbúum og starfsfólki þessi líði illa yfir ástandinu og hafi gert það lengi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að sú upphæð sem bjóðist Sólheimum í ár vera 275 milljónir króna, sem er álíka framlag og í fyrra. „Sveitarfélögin eru að bjóða það framlag sem þau fá frá ríkinu í þessa þjónustu og hafa ekki tök á því að auka við þessa fjárhæð. Það yrði þá að taka það af einhverjum öðrum þjónustueiningum sem eru að sinna fötluðum á Suðurlandi og það kemur ekki til álita," segir Ásta. Hvernig eru horfur fyrir næstu ár? „Fyrir næstu ár gildir allt annað fyrirkomulag. Þá verður greitt samkvæmt svokölluðu SIS mati, sem er sérstakt þjónustumat sem búið er verið að vinna fyrir alla fatlaða fullorðna einstaklinga á landinu og á næstu vikum mun kostnaðargreining samkvæmt því mati líta dagsins ljós." Ásta gerir ráð fyrir að samningaviðræðum við Sólheima verði haldið áfram eftir páska. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður. Sólheimar eru án þjónustusamnings en samningaviðræður við Árborg hafa staðið yfir í rúma þrjá mánuði án árangurs. Samninganefnd Sólheima lagði fram tillögu að bráðabirgðasamkomulagi vegna ársins 2011 um miðjan febrúar, en Árborg hafnaði henni í byrjun síðasta mánaðar. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir engin gagntilboð hafa borist né lausnir um hvernig leysa megi málin. „Staðan hér er þannig að við erum að bera kostnað og veita þjónustu miðað við þarfir okkar fólks 2011, en greiðslur til Sólheima þær miðast við þarfir og forsendur ársins 2002," segir Guðmundur. „Okkur ber skylda til þess að veita fötluðu fólki á Sólheimum þjónustu en það er ekki hægt á meðan forsendur eru þessar." Hann segir heimilið vera í limbói með rekstur sinn og að íbúum og starfsfólki þessi líði illa yfir ástandinu og hafi gert það lengi. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að sú upphæð sem bjóðist Sólheimum í ár vera 275 milljónir króna, sem er álíka framlag og í fyrra. „Sveitarfélögin eru að bjóða það framlag sem þau fá frá ríkinu í þessa þjónustu og hafa ekki tök á því að auka við þessa fjárhæð. Það yrði þá að taka það af einhverjum öðrum þjónustueiningum sem eru að sinna fötluðum á Suðurlandi og það kemur ekki til álita," segir Ásta. Hvernig eru horfur fyrir næstu ár? „Fyrir næstu ár gildir allt annað fyrirkomulag. Þá verður greitt samkvæmt svokölluðu SIS mati, sem er sérstakt þjónustumat sem búið er verið að vinna fyrir alla fatlaða fullorðna einstaklinga á landinu og á næstu vikum mun kostnaðargreining samkvæmt því mati líta dagsins ljós." Ásta gerir ráð fyrir að samningaviðræðum við Sólheima verði haldið áfram eftir páska.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira