Viðhorf Hollendinga og Breta hefur breyst Símon Birgisson skrifar 17. apríl 2011 18:30 Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira