Innlent

Braut rúður á Lundanum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. MYND/Óskar P. Friðriksson
Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti að vista mann í fangageymslu eftir að hann braut rúðu á veitingastaðnum Lundanum þar í bæ um síðustu helgi. Manninum hafði verið vísað út af staðnum og var ósáttur við það. Hann greip þá rörbút og braut tvær rúður í húsinu. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og fékk hann gistingu hjá lögreglunni. Eftir að víman var runnin af honum var hann færður til skýrslutöku þar sem hann viðurkenndi verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×