Upplýsingum haldið frá almenningi SB skrifar 19. apríl 2011 13:04 Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavoröður Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda. Svanhildur segir frumvarpið sjálft í mótsögn við þessi fögru fyrirheit. Í umsögn hennar segir að þvert á móti virðist frumvarpið beinlínis miða að því að takmarka aðgang almennings og málsaðila að upplýsingum frekar en að tryggja gegnsæi. Tilgangur frumvarpsins virðist vera sá að halda frá almenningi upplýsingum sem stjórnvöld meti að séu viðkvæmar vegna hagsmuna almennings. Meðan aðrar þjóðir vinni að því að auka upplýsingarétt almennings stefni íslensk stjórnvöld að því að þrengja hann. Svanhildur tekur sem dæmi að samkvæmt frumvarpinu sé til dæmis hægt að útiloka aðgang að skjölum í sextíu ár án rökstuðnings. Þá geti þjóðskjalavörður hindrað aðgang að skjölum í hundrað og tíu ár ef þau geymi, að hans mati, upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn sé á lífi eða að um almannahagsmuni sé að ræða - en slíkt orðalag sé hægt að túlka á marga vegu. Sagnfræðingafélag Íslands tekur undir sjónarmið Svanhildar í umsögn sinni um frumvarpið og mælir stjórn félagsins með því að ákvæðið um rétt þjóðskjalavarðar til að loka skjölum í allt að hundrað og tíu ár verði felld burt. Fráleitt sé að skjöl frá 1901 væru enn hulin leynd árið 2011 líkt og raunin væri samkvæmt frumvarpinu. Fyrstu umræðu um nýju upplýsingalögin er lokið á Alþingi og liggur nú frumvarpið á borði allsherjarnefndar. Að sögn Birgis Ármannssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, er ljóst að fara þurfi vel yfir málið. Hann segir þó ljóst að það standist ekki sem sagt var þegar frumvarpið var lagt fram um að það myndi fela í sér miklar framfarir um aðgang að upplýsingum
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira