Atvinnuleitendur fá námstækifæri HMP skrifar 19. apríl 2011 13:58 Katrín Jakobsdóttir kynnti verkefnið í morgun. Mynd/ Daníel. Ríkisstjórnin kynnti í morgun aðgerðir til að skapa námstækifæri fyrir eitt þúsund atvinnuleitendur á næstu þremur árum. Sjö milljarðar fara í verkefnið sem eitt og sér er ætlað að draga úr atvinnuleysi um eitt prósent. Átakið á að tryggja öllum umsækjendum undir tuttugu og fimma ára aldri um nám á framhaldsskólastigi aðgang að námi. Að auki á að skapa námstækifæri fyrir allt að eitt þúsund atvinnuleytendur næsta haust og næstu skólaár þar á eftir. Áætluð útgjöld ríkissjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna þessa nema tæpum sjö milljörðum króna á árunum 2011 til 2014 og hefur þegar verið gengið frá fjármögnun þessa árs við Atvinnuleysistryggingasjóð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að eftir efnahagshrunið hafi þurft að vísa töluverðum fjölda nemenda frá framhaldsskólum vegna niðurskurðar í menntakerfinu. „Á sama tíma og stærsti hópur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá eru ekki búnir að ljúka við framhaldsskóla, þannig að við stefnum að því að opna framhaldsskólann fyrir þá sem uppfylla skilyrðin undir 25 ára aldri," segir Katrín. Þá segir hún að boðið verði upp á raunhæfnimat fyrir þá sem unnið hafa til dæmis við ýmsar iðngreinar og orðið sér út um reynslu, sem verði metin til eininga inni í framhaldsskólunum. „Við stefnum að því að því að allir þeir sem uppfylli þau skilyrði geti lokið því ferli - það er auðvitað verulegur hópur fólks, sérstaklega í iðngreinunum, sem hefur í raun og veru alla burði til þess að ljúka námi en gerir það ekki vegna þess að við höfum ekki haft fjármuni til að fjármagna þetta mat," segir Katrín. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að með þessu sé verið að reyna að snúa atvinnuleysinu upp í sóknarfæri. „Við skulum vona að okkur takist að vinna þannig úr þessu að þetta komist í gang í haust og hjálpi ungu námsfólki þar að segja því fólki sem hefur áhuga á að vera í námi og hefur til þess getu og burði að koma þá inn í nám í stað þess aað vera á atvinnuleysisskrá," segir Guðbjartur. Þá segir Guðbjartur að þetta úrræði muni draga úr útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs um leið og útgjöld verði aukin til menntunar. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í morgun aðgerðir til að skapa námstækifæri fyrir eitt þúsund atvinnuleitendur á næstu þremur árum. Sjö milljarðar fara í verkefnið sem eitt og sér er ætlað að draga úr atvinnuleysi um eitt prósent. Átakið á að tryggja öllum umsækjendum undir tuttugu og fimma ára aldri um nám á framhaldsskólastigi aðgang að námi. Að auki á að skapa námstækifæri fyrir allt að eitt þúsund atvinnuleytendur næsta haust og næstu skólaár þar á eftir. Áætluð útgjöld ríkissjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna þessa nema tæpum sjö milljörðum króna á árunum 2011 til 2014 og hefur þegar verið gengið frá fjármögnun þessa árs við Atvinnuleysistryggingasjóð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að eftir efnahagshrunið hafi þurft að vísa töluverðum fjölda nemenda frá framhaldsskólum vegna niðurskurðar í menntakerfinu. „Á sama tíma og stærsti hópur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá eru ekki búnir að ljúka við framhaldsskóla, þannig að við stefnum að því að opna framhaldsskólann fyrir þá sem uppfylla skilyrðin undir 25 ára aldri," segir Katrín. Þá segir hún að boðið verði upp á raunhæfnimat fyrir þá sem unnið hafa til dæmis við ýmsar iðngreinar og orðið sér út um reynslu, sem verði metin til eininga inni í framhaldsskólunum. „Við stefnum að því að því að allir þeir sem uppfylli þau skilyrði geti lokið því ferli - það er auðvitað verulegur hópur fólks, sérstaklega í iðngreinunum, sem hefur í raun og veru alla burði til þess að ljúka námi en gerir það ekki vegna þess að við höfum ekki haft fjármuni til að fjármagna þetta mat," segir Katrín. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að með þessu sé verið að reyna að snúa atvinnuleysinu upp í sóknarfæri. „Við skulum vona að okkur takist að vinna þannig úr þessu að þetta komist í gang í haust og hjálpi ungu námsfólki þar að segja því fólki sem hefur áhuga á að vera í námi og hefur til þess getu og burði að koma þá inn í nám í stað þess aað vera á atvinnuleysisskrá," segir Guðbjartur. Þá segir Guðbjartur að þetta úrræði muni draga úr útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs um leið og útgjöld verði aukin til menntunar.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira