Konur fá að fjúka frá borginni Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. apríl 2011 14:26 Hanna Birna Kristjánsdóttir vísar á þá Dag B. Eggertsson og Jón Gnarr varðandi þessar breytingar. Mynd/ GVA. Alls verður 46 stjórnendum í skólakerfinu sagt upp hjá Reykjavíkurborg um næstu mánaðamót vegna breytinga á skólakerfinu sem borgarráð samþykkti í gær, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Leikskóla- og Menntasviði Reykjavíkurborgar. Allt eru þetta konur sem missa vinnuna, en einhverjar þeirra munu fá önnur störf hjá borginni. „Það er auðvitað sorglegt að þessar vanhugsuðu aðgerðir meirihlutans skuli bitna með svo hörðum hætti á þeim frábæru kvenstjórnendum sem leitt hafa öflugt leikskólastarf fyrir börnin í borginni til margra ára," segir Hanna Birna. Hún segir að meirihlutinn hljóti að hafa gert sér grein fyrir þessu og því eðlilegt að þeir karloddvitar sem leiði hann svari fyrir þetta. Þar vísar Hanna Birna til Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs. Oddný Sturludóttir, formaður Menntaráðs, segir að eftir breytingarnar verði þetta 15 stjórnendastöðum færra. „Hins vegar geta stjórnendur valið úr deildarstjórastöðum eða sérkennslustjórastöðum. Við þurfum að ráða inn 55 nýja starfsmenn í nýjar stöður í haust af því að við erum að fjölga svo leikskólaplássum. Þannig að allir fá vinnu," segir Oddný. Hún segir að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því að starfskrafta þeirra verði ekki óskað áfram. Við þetta er að bæta að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, og fyrrverandi borgarfulltrúi VG, segir á fésbókarsíðu sinni að aðgerð meirihlutans í Reykjavík sé líklega einsdæmi að því er varðar að ráðast gegn kvenstjórnendum á einu bretti. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Alls verður 46 stjórnendum í skólakerfinu sagt upp hjá Reykjavíkurborg um næstu mánaðamót vegna breytinga á skólakerfinu sem borgarráð samþykkti í gær, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Leikskóla- og Menntasviði Reykjavíkurborgar. Allt eru þetta konur sem missa vinnuna, en einhverjar þeirra munu fá önnur störf hjá borginni. „Það er auðvitað sorglegt að þessar vanhugsuðu aðgerðir meirihlutans skuli bitna með svo hörðum hætti á þeim frábæru kvenstjórnendum sem leitt hafa öflugt leikskólastarf fyrir börnin í borginni til margra ára," segir Hanna Birna. Hún segir að meirihlutinn hljóti að hafa gert sér grein fyrir þessu og því eðlilegt að þeir karloddvitar sem leiði hann svari fyrir þetta. Þar vísar Hanna Birna til Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs. Oddný Sturludóttir, formaður Menntaráðs, segir að eftir breytingarnar verði þetta 15 stjórnendastöðum færra. „Hins vegar geta stjórnendur valið úr deildarstjórastöðum eða sérkennslustjórastöðum. Við þurfum að ráða inn 55 nýja starfsmenn í nýjar stöður í haust af því að við erum að fjölga svo leikskólaplássum. Þannig að allir fá vinnu," segir Oddný. Hún segir að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því að starfskrafta þeirra verði ekki óskað áfram. Við þetta er að bæta að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, og fyrrverandi borgarfulltrúi VG, segir á fésbókarsíðu sinni að aðgerð meirihlutans í Reykjavík sé líklega einsdæmi að því er varðar að ráðast gegn kvenstjórnendum á einu bretti.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira