Enski boltinn

Capello: Ég kann meira en 100 orð í ensku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, virðist taka gagnrýni á enskukunnáttu sína afar illa og hann hefur nú útskýrt sína stöðu enn frekar.

Capello sagði á dögunum að hann kynni 100 orð í ensku sem nægði honum til þess að tjá sig við leikmenn sína.

Gagnrýnendur hafa bent á að Capello kunni ekki næga ensku til þess að koma málstað sínum á framfæri.

"Þegar ég sagði 100 orð var ég að tala um fótboltamál og það sem nauðsynlegt er að kunna svo leikmenn nái boðskapnum. Það þýðir samt ekki að ég kunni aðeins 100 orð í ensku," sagði Capello.

"Auðvitað kann ég mikið fleiri orð. Þessi gagnrýni er stormur í vatnsglasi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×