Enski boltinn

Balotelli hent út af strippbúllu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli er skrautlegur.
Balotelli er skrautlegur.
Ítalinn Mario Balotelli heldur uppteknum hætti og er duglegur að koma sér í blöðin fyrir vafasama hegðun. Að þessu sinni tengist málið nektardansstað.

Balotelli skellti sér á strippbúllu með vinum sínum. Þeim var síðan öllum hent út er þeir brutu reglur staðarins og fóru að strjúka stelpunum.

Balotelli lét öllum illum látum er þeim var hent út. Hann æsti dyraverðina upp og lét fúkyrðaflauminn vaða yfir þá.

"Ég trúði þessu ekki. Hann stóð alveg fyrir framan andlitið á fimm dyravörðum og lét þá heyra það. Hann var alveg geðveikur," sagði vitni á staðnum.

Balotelli lét ekki þar við sitja. Hann keyrði bíl sínum að lokum upp að dyravörðunum og hélt áfram að rífa kjaft. Þá náði einn dyravörðurinn að lemja Maserati-bíl hans nokkrum sinnum með járnstöng svo stórsá á bílnum.

Þá loksins reykspólaði Balotelli í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×