Enski boltinn

Rooney þarf að taka út tveggja leikja bann fyrir f-orðið

Wayne Rooney framherji Manchester United missir af undanúrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni gegn Manchester City á Wembley um þar næstu helgi.
Wayne Rooney framherji Manchester United missir af undanúrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni gegn Manchester City á Wembley um þar næstu helgi. Nordic Photos/Getty Images
Wayne Rooney framherji Manchester United missir af undanúrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni gegn Manchester City á Wembley um þar næstu helgi. Rooney var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum eftir að hann blótaði hressilega í nærmynd í beinni sjónvarpsútsendingu gegn West Ham.

Rooney skoraði þrennu í leiknum en hann lét allt flakka þegar hann fagnaði þriðja markinu og þar kom hið þekkta enska blótsyrði "fuck" ítrekað við sögu. Enska knattspyrnusambandið hafði ekki húmor fyrir þessu uppátæki Rooney og hann þarf því að taka út sína refsingu.

Enski landsliðsmaðurinn áfrýjaði úrskurðinum en enska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun í dag að láta úrskurðinn standa og verður Rooney því ekki með Man Utd í næstu tveimur leikjum.

Rooney skoraði eina mark Man Utd í gær þegar liðið lagði Chelsea í fyrri leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge. Hann verður ekki með Man Utd á laugardaginn þegar liðið leikur gegn Fulham á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×