Innlent

Baldur fékk tvö ár óskilorðsbundið

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson. MYND/GVA
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi og verður söluandvirði hlutabréfa hans í Landsbankanum gert upptækt.

Baldur var ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf sín að andvirði 192 milljóna króna í september 2008, rétt fyrir hrun. Baldur átti sæti í samráðshópi um fjármálastöðugleika og hafði því aðgang að upplýsingum sem aðrir höfðu ekki aðgang að um stöðu íslenska bankakerfisins.

Héraðsdómur taldi að í málinu teldist sannað að þær upplýsingar sem Baldur bjó yfir hafi verið nægilega sérgreindar og að þær hefðu verið til þess fallnar að hafa áhrif á verð hlutabréfa í Landsbankanum hefðu þær verið opinberar.

Fyrir dóminn kom fjöldi vitna, embættismanna sem annarra, sem taldi að þær upplýsingar sem ræddar voru á vettvangi nefndarinnar um fjármálastöðugleika teldust innherjaupplýsingar. Meðal þeirra var kollegi Baldurs, Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sem taldi sér ekki fært að selja bréf sín í bönkunum á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann bjó yfir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.