Enski boltinn

Redknapp vill fá Lukaku í framlínu Tottenham

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Romelu Lukaku er einn eftirsóttasti ungi leikmaðurinn í Evrópu og enska úrvalsdeildarliði Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá belgíska landsliðsmanninn í sínar raðir.
Romelu Lukaku er einn eftirsóttasti ungi leikmaðurinn í Evrópu og enska úrvalsdeildarliði Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá belgíska landsliðsmanninn í sínar raðir. Nordic Photos/Getty Images
Romelu Lukaku er einn eftirsóttasti ungi leikmaðurinn í Evrópu og enska úrvalsdeildarliði Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá belgíska landsliðsmanninn í sínar raðir.

Lukaku er aðeins 17 ára gamall og hann byrjaði tímabilið með Anderlecht í Belgíu af miklum krafti en á undanförnum mánuðum hefur hann aðeins gefið eftir. Talið er að Anderlecht sé tilbúið að lækka verðmiðann á framherjanum sem er oft líkt við Didier Drogba framherja Chelsea.

Í janúar vildu forráðamenn Anderlecht fá allt að 26 milljónir punda fyrir Lukaku eða 4,6 milljarða kr. en talið er að félagið fái ekk nema um 17 milljónir punda fyrir hann í sumar – eða 3,2 milljarða kr.

Harry Redknapp ætlar sér að ná í góðan framherja fyrir næsta tímabil enda hefur hann fengið lítið framlag hjá þeim sem fyrir eru í leikmannahópnum á undanförnum vikum.

Peter Crouch, Jermain Defoe og Roman Pavlyuchenko hafa aðeins skorað samtals 27 mörk í öllum keppnum  í vetur og þar af aðeins 11 í úrvalsdeildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×