Enski boltinn

Van der Sar er ekki meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van der Sar fagnar í gær.
Van der Sar fagnar í gær.
Edwin van der Sar, markvörður Man. Utd, segist vera í góðu lagi þó svo hann hafi kennt sér meins í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær.

Óttast var að þrálát nárameiðsli hefðu tekið sig upp hjá markverðinum en hann segir svo ekki vera.

"Þegar ég kastaði mér eftir skallanum hans Torres þá gaf ég 105 prósent í stökkið. Kálfinn á mér gaf aðeins eftir og ég fékk krampa. Ég hef ekki æft mikið upp á síðkastið þannig að líklega var ég orðinn þreyttur," sagði Van der Sar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×