Flutti inn mefedrone en gleymdi hlífðarfötunum Valur Grettisson skrifar 8. apríl 2011 11:18 Litháískur ríkisborgari var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að flytja tæplega hálft kíló af efninu mefedrone til landsins. Efnið faldi hann í ilmsalti. Tollverðir stöðvuðu manninn við komuna til landsins í desember á síðasta ári og fundu þá ilmsaltið í farangri hans. Grunur vaknaði um að ekki væri um venjulegt ilmsalt að ræða. Aftur á móti fannst ekkert sem benti til ólöglegra vímuefna þegar efnið var fíkniefnaprófað. Var manninum því sleppt lausum. Við frekari rannsóknir reyndist baðsaltið vera fíkniefnið mefedron sem, samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, er hættulegt fíkniefni og að af því hafi hlotist banvænar eitranir og virkni að hluta til mjög svipuð og amfetamíns. Var maðurinn því handtekinn á ný og færður í gæsluvarðhald. Maðurinn hélt því fram að hann hefði keypt ilmsaltið í búð handa móður vinar síns sem hann heimsótti hér á landi og kynntist í gegnum veraldarvefinn að hans sögn. Framburður mannsins þótti óstöðugur og þótti dóminum hann beinlínis fjarstæðukenndur. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að maðurinn hafi haldið því fram að tilgangur ferðar sinnar til Íslands væri áhugi hans á því að skoða landið sem ferðamaður. Orðrétt sagði svo í dóminum: „[...] frásögn hans um að koma hans hingað hafi átt rót sína að rekja til þess að hann hafi haft áhuga á því að skoða landið telur dómari fjarstæðukennda, ekki síst í ljósi þess að hann hafði hvorki meðferðis myndavél né hlífðarföt.“ Maðurinn var því dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Litháískur ríkisborgari var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að flytja tæplega hálft kíló af efninu mefedrone til landsins. Efnið faldi hann í ilmsalti. Tollverðir stöðvuðu manninn við komuna til landsins í desember á síðasta ári og fundu þá ilmsaltið í farangri hans. Grunur vaknaði um að ekki væri um venjulegt ilmsalt að ræða. Aftur á móti fannst ekkert sem benti til ólöglegra vímuefna þegar efnið var fíkniefnaprófað. Var manninum því sleppt lausum. Við frekari rannsóknir reyndist baðsaltið vera fíkniefnið mefedron sem, samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, er hættulegt fíkniefni og að af því hafi hlotist banvænar eitranir og virkni að hluta til mjög svipuð og amfetamíns. Var maðurinn því handtekinn á ný og færður í gæsluvarðhald. Maðurinn hélt því fram að hann hefði keypt ilmsaltið í búð handa móður vinar síns sem hann heimsótti hér á landi og kynntist í gegnum veraldarvefinn að hans sögn. Framburður mannsins þótti óstöðugur og þótti dóminum hann beinlínis fjarstæðukenndur. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að maðurinn hafi haldið því fram að tilgangur ferðar sinnar til Íslands væri áhugi hans á því að skoða landið sem ferðamaður. Orðrétt sagði svo í dóminum: „[...] frásögn hans um að koma hans hingað hafi átt rót sína að rekja til þess að hann hafi haft áhuga á því að skoða landið telur dómari fjarstæðukennda, ekki síst í ljósi þess að hann hafði hvorki meðferðis myndavél né hlífðarföt.“ Maðurinn var því dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira