Flutti inn mefedrone en gleymdi hlífðarfötunum Valur Grettisson skrifar 8. apríl 2011 11:18 Litháískur ríkisborgari var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að flytja tæplega hálft kíló af efninu mefedrone til landsins. Efnið faldi hann í ilmsalti. Tollverðir stöðvuðu manninn við komuna til landsins í desember á síðasta ári og fundu þá ilmsaltið í farangri hans. Grunur vaknaði um að ekki væri um venjulegt ilmsalt að ræða. Aftur á móti fannst ekkert sem benti til ólöglegra vímuefna þegar efnið var fíkniefnaprófað. Var manninum því sleppt lausum. Við frekari rannsóknir reyndist baðsaltið vera fíkniefnið mefedron sem, samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, er hættulegt fíkniefni og að af því hafi hlotist banvænar eitranir og virkni að hluta til mjög svipuð og amfetamíns. Var maðurinn því handtekinn á ný og færður í gæsluvarðhald. Maðurinn hélt því fram að hann hefði keypt ilmsaltið í búð handa móður vinar síns sem hann heimsótti hér á landi og kynntist í gegnum veraldarvefinn að hans sögn. Framburður mannsins þótti óstöðugur og þótti dóminum hann beinlínis fjarstæðukenndur. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að maðurinn hafi haldið því fram að tilgangur ferðar sinnar til Íslands væri áhugi hans á því að skoða landið sem ferðamaður. Orðrétt sagði svo í dóminum: „[...] frásögn hans um að koma hans hingað hafi átt rót sína að rekja til þess að hann hafi haft áhuga á því að skoða landið telur dómari fjarstæðukennda, ekki síst í ljósi þess að hann hafði hvorki meðferðis myndavél né hlífðarföt.“ Maðurinn var því dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Litháískur ríkisborgari var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að flytja tæplega hálft kíló af efninu mefedrone til landsins. Efnið faldi hann í ilmsalti. Tollverðir stöðvuðu manninn við komuna til landsins í desember á síðasta ári og fundu þá ilmsaltið í farangri hans. Grunur vaknaði um að ekki væri um venjulegt ilmsalt að ræða. Aftur á móti fannst ekkert sem benti til ólöglegra vímuefna þegar efnið var fíkniefnaprófað. Var manninum því sleppt lausum. Við frekari rannsóknir reyndist baðsaltið vera fíkniefnið mefedron sem, samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, er hættulegt fíkniefni og að af því hafi hlotist banvænar eitranir og virkni að hluta til mjög svipuð og amfetamíns. Var maðurinn því handtekinn á ný og færður í gæsluvarðhald. Maðurinn hélt því fram að hann hefði keypt ilmsaltið í búð handa móður vinar síns sem hann heimsótti hér á landi og kynntist í gegnum veraldarvefinn að hans sögn. Framburður mannsins þótti óstöðugur og þótti dóminum hann beinlínis fjarstæðukenndur. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að maðurinn hafi haldið því fram að tilgangur ferðar sinnar til Íslands væri áhugi hans á því að skoða landið sem ferðamaður. Orðrétt sagði svo í dóminum: „[...] frásögn hans um að koma hans hingað hafi átt rót sína að rekja til þess að hann hafi haft áhuga á því að skoða landið telur dómari fjarstæðukennda, ekki síst í ljósi þess að hann hafði hvorki meðferðis myndavél né hlífðarföt.“ Maðurinn var því dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira