Enski boltinn

Terry: Allt á móti okkur í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry er ekki svona hress í dag.
Terry er ekki svona hress í dag.
John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að tapið gegn Man. Utd í Meistaradeildinni hafi endanlega staðfest það fyrir sér að heimurinn sé á móti því að Chelsea vinni Meistaradeildina. Chelsea átti að fá víti undir lok leiksins en United slapp með skrekkinn og vann leikinn, 0-1.

"Ég sagði við strákana eftir leikinn að þetta værum við á móti öllum. Það má vel sjá það á síðustu árum. Aðeins við sjálfir getum breytt þessu á fótboltavellinum. Við getum ekki ætlast til neins frá öðrum," sagði Terry sár.

"Maður fær ekkert upp í fangið, sérstaklega ekki í þessari keppni."

Terry segir einnig að allir í liðinu standi heilshugar á bak við Ancelotti stjóra og framherjann Fernando Torres sem hefur ekki enn skorað fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×