Ekkert minnst á Icesave í ræðu Sigmundar Davíðs 8. apríl 2011 14:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins vill að flokkurinn einsetji sér að verða leiðandi stjórnmálaflokkur á Íslandi innan fimm ára, eða áður en aldarafmæli flokksins, gengur í garð. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræður formannsins á flokkþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. „Í dag hefjum við vegferð til bjartra tíma. Í dag hefjum við á ný framsókn Íslands," voru lokaorð Sigmundar í annars yfirgripsmikilli ræðu þar sem farið var yfir helstu mál sem á Íslendingum brenna nú um stundir og til framtíðar. Athygli vekur að orðið Icesave kemur hvergi fyrir í ræðu Sigmundar, en hann hefur verið ötull talsmaður þess að þjóðin hafni Icesave-samningunum sem kosið verður um á morgun. Hann vitnaði þó til Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttunnar og minnti á orð hans um að lög skuli standa. „Undir forystu hans losnuðu Íslendingar undan oki erlends kaupmannaveldis og fengu frelsi til að versla við allar þjóðir." „Þegar rætt var um fjárhagslegan aðskilnað Íslands og Danmerkur lét hann sér ekki nægja að fara fram á að Íslendingar réðu eigin efnahag, hann hélt því fram að Danir skulduðu Íslendingum himinháar upphæðir. Reikningskrafan svo kallaða var ekki samþykkt en hún stappaði stálinu í Íslendinga og styrkti þá í sjálfstæðisbaráttunni," sagði Sigmundur meðal annars og bætti við að Jón hafi aldrei vikið frá grundvallaratriðum þrátt fyrir að hafa ávallt verið tilbúinn til málamiðlana til að ná áföngum á réttri braut. „Það væri ekki við hæfi að einhver þeirra stjórnmálaflokka sem starfa nú, 200 árum eftir fæðingu Jóns Sigurðssonar, reyndi að gera tilkall til Jóns eða stjórnmálastefnu hans. Innra með mér þykist ég hins vegar vita hvar í flokki hann ætti heima," sagði Sigmundur, en ræðu hans í heild sinni má lesa hér að neðan. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins vill að flokkurinn einsetji sér að verða leiðandi stjórnmálaflokkur á Íslandi innan fimm ára, eða áður en aldarafmæli flokksins, gengur í garð. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræður formannsins á flokkþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. „Í dag hefjum við vegferð til bjartra tíma. Í dag hefjum við á ný framsókn Íslands," voru lokaorð Sigmundar í annars yfirgripsmikilli ræðu þar sem farið var yfir helstu mál sem á Íslendingum brenna nú um stundir og til framtíðar. Athygli vekur að orðið Icesave kemur hvergi fyrir í ræðu Sigmundar, en hann hefur verið ötull talsmaður þess að þjóðin hafni Icesave-samningunum sem kosið verður um á morgun. Hann vitnaði þó til Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttunnar og minnti á orð hans um að lög skuli standa. „Undir forystu hans losnuðu Íslendingar undan oki erlends kaupmannaveldis og fengu frelsi til að versla við allar þjóðir." „Þegar rætt var um fjárhagslegan aðskilnað Íslands og Danmerkur lét hann sér ekki nægja að fara fram á að Íslendingar réðu eigin efnahag, hann hélt því fram að Danir skulduðu Íslendingum himinháar upphæðir. Reikningskrafan svo kallaða var ekki samþykkt en hún stappaði stálinu í Íslendinga og styrkti þá í sjálfstæðisbaráttunni," sagði Sigmundur meðal annars og bætti við að Jón hafi aldrei vikið frá grundvallaratriðum þrátt fyrir að hafa ávallt verið tilbúinn til málamiðlana til að ná áföngum á réttri braut. „Það væri ekki við hæfi að einhver þeirra stjórnmálaflokka sem starfa nú, 200 árum eftir fæðingu Jóns Sigurðssonar, reyndi að gera tilkall til Jóns eða stjórnmálastefnu hans. Innra með mér þykist ég hins vegar vita hvar í flokki hann ætti heima," sagði Sigmundur, en ræðu hans í heild sinni má lesa hér að neðan.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira